Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Geggjuð sítrónuformkaka með bláberjum sem allir elska með kaffinu og í lautarferðina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fátt er betra en heimalöguð formkaka með kaffinu. Þær hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina og þótt þær séu frábærar á kaffihlaðborð eru þær líka sniðugar til að taka með í ferðalagið. Gott er þá að pakka þeim vel inn í smjörpappír og binda fyrir en formköukr haldast mjúkar og góðar við stofuhita í nokkra daga. Í þessa köku má auðveldlega skipta út bláberjunum fyrir önnur ber, hindber passa sérstaklega vel í uppskriftina en einnig má nota brómber.

 

Bláberja- og sítrónuformkaka
12-15 sneiðar

200 g ósaltað smjör, mjúkt
180 g sykur
2½ tsk. rifinn sítrónubörkur
1½ msk. sítrónusafi
4 egg, rauðan skilin frá hvítunni
120 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
130 g möndlumjöl
250 g fersk bláber

Hitið ofn í 190°C. Smyrjið 26 cm brauðform og leggið smjörpappír ofan í þannig að pappírinn hangi með fram hliðum formsins og setjið til hliðar. Þeytið saman smjör, sykur, sítrónubörk og sítrónusafa þar til blandan verður létt og kremkennd. Bætið eggjarauðunum saman við og þeytið þar til allt hefur samlagast. Hrærið saman hveiti, lyftiduft, salt og möndlumjöl. Bætið þurrefnunum saman við smjörblönduna í þremur skömmtum og þeytið á hægri stillingu á milli. Þeytið eggjahvíturnar þar til stífir toppar myndast og blandið þeim svo varlega við deigið. Veltið bláberjunum upp úr smávegis hveiti og blandið þeim síðan varlega saman við deigið með sleikju. Bakið í miðjum ofni í 60 mín., eða þar til kakan hefur bakast í gegn. Ef toppurinn á kökunni fer að brúnast of mikið er gott að leggja álpappír ofan á og baka þar til kakan er tilbúin. Setjið á grind og látið kólna í 10 mín. áður en kökunni er lyft úr forminu með því að toga í smjörpappírinn. Látið kólna alveg.

Uppskrift/Nanna Teitsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -