Þriðjudagur 30. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

„Aldrei á seinni tímum hefur íslensk þjóð fengið álíka forskot á Áramótaskaupið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjórinn og skáldið Sigmundur Ernir Rúnarsson segir í skoðanapistli sínum að „það hefur verið beinlínis átakanlegt að fylgjast með störfum fulltrúa meirihluta fjárlaganefndar Alþingis á síðustu dögum, þar sem þeir hafa varið með kjafti og klóm sértæka fjár­úthlutun á hundrað milljóna króna styrk til sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri, en þar hefur farið saman glórulaus spilling og sprúðl­andi misbeiting á fjárheimildum ríkissjóðs.“

Heldur áfram af sama krafti:

„Sjaldan ef nokkurn tíma í seinni tíma sögu löggjafarsamkundunnar hefur landsmönnum birst jafn mikill hroki og einbeittur ósómi í afgreiðslu fjár úr sameiginlegum sjóðum landsmanna og einmitt við þá ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hlaða fé á einn fjölmiðil, umfram aðra, þvert á jafnræðisreglu og almenna skynsemi um úthlutun almannafjár.“

Hann bendir á að „reglur um ríkisstyrki til handa einkareknum fjölmiðlum á allra síðustu árum hafa verið jafn almennar og þær hafa verið umdeildar, en almennar hafa þær þó alltént verið, fram að þessu, altso að allir sitji við sama borð. En þá ákveður formaður fjárlaganefndar upp á sitt einsdæmi að fara á svig við almennu reglurnar og rétta einum miðli í eigin héraði svo sem eins og hundrað milljóna króna dúsu, óravegu frá umsvifum hans miðað við aðra fjölmiðla í landinu, og fær til þess samþykki frá mági helsta stjórnanda viðkomandi fjölmiðils sem situr einnig í fjárlaganefnd.

Og allt er þetta gert án vitneskju þess ráðherra sem fer með málaflokk fjölmiðla, en sá hinn sami vissi ekki betur en að fara ætti að almennum reglum um stuðninginn við einkarekna fjölmiðla þegar hann var spurður út í þennan einleik meirihluta fjárlaganefndar.“

Sigmundur Ernir nefnir einnig að „formaður nefndarinnar, spurður um hugsanlegt vanhæfi mágsins, hefur á orði að sá hinn sami hafi ekki komið að afgreiðslunni að öðru leyti en því að hann hefði skrifað undir samþykkt meirihlutans.

- Auglýsing -

Aldrei á seinni tímum hefur íslensk þjóð fengið álíka forskot á Áramótaskaupið. En þetta gerist samt án verulegra athugasemda frá forkólfum ríkisstjórnarinnar. Þetta er látið hjá líða. Og það merkir ekkert minna en samþykki og velþóknun. Svona má stjórnsýslan vera. Það má vel sníða reglurnar að sérþörfum einstakra fyrirtækja.“

Hann lýkur pistli sínum á þessum orðum:

„Regluverkið á íslenskum fjölmiðlamarkaði er óskapnaður. Ekkert svið atvinnulífsins hér á landi býr við annað eins ójafnræði. Ríkismiðlinum er úthlutað ótakmarkað forskot á kostnað einkarekinna miðla. Og til að rétta hlut þeirra síðarnefndu á nú einmitt að skekkja stöðuna enn frekar. Og það til heimabrúks, fyrir persónur og leikendur í fjárlaganefnd.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -