Þriðjudagur 30. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Vaxandi áhugi á dýravernd er vísbending um hve nauðsynlegt er að koma nýrri stjórnarskrá í gagnið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulssons segir að „þegar ég settist í stjórnlagaráð sællar minningar fyrir 12 árum uppgötvaði ég fljótlega að þar sat með mér fólk sem hafði töluvert dýpri sans en ég fyrir hinum fínni blæbrigðum mannréttindafræða, stjórnsýslu og kosningakerfa, og það yrði því fyrst og fremst mitt ánægjulega hlutskipti að styðja gott fólk og góðar hugmyndir í þeim fræðum öllum.“

Bætir þessu við:

„Það yrði hins vegar, ákvað ég, mitt sérstaka framlag í ráðinu að styðja hugmyndir um að í hinni nýju stjórnarskrá yrði sérstakt ákvæði um dýravernd, en slík ákvæði eru furðulega sjaldgæf í stjórnarskrám ennþá. Það tóku ekki alveg allir strax undir þessa hugmynd okkar — „Á ekki stjórnarskrá að vera fyrir fólk, ekki dýr“ — en það tók nú stuttan tíma að sannfæra efasemdarfólk um að það væri sjálfsagt, eðlilegt og raunar framsækið að hafa slíkt ákvæði í nýju stjórnarskránni. Þó ekki væri annað, þá væri það í sjálfu sér mannréttindamál að skylda stjórnvöld til að taka tillit til nágranna okkar í dýraríkinu.“

Illugi nefnir að „nokkuð tímafrekt var hins vegar að smíða ákvæðið. Við vildum sum taka skýrt til orða um mannúðlega meðferð, skilyrðislausa baráttu gegn útrýmingu dýrategunda og fleira. Önnur bentu á að mjög nákvæm fyrirmæli gætu leitt til svo mikils flækjustigs að ákvæðið missti marks. Ætti eindregið ákvæði gegn útrýmingu tegunda almennt til dæmis við um tilraunir til að útrýma flugum sem breiða út lífshættulega sjúkdóma? Og yrðu mjög nákvæm fyrirmæli um mannúðlega meðferð ekki til þess að flækja ótæpilega óhjákvæmilega nýtingu ýmissa dýrategunda? Tala nú ekki um veiðar í ýmsum tilgangi.“

„Að lokum varð úr að setja í kaflann um „mannréttindi og náttúru“ ákvæði um að í lögum skyldi vera kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og vernd dýrategunda í útrýmingarhættu. Það hefði mátt taka töluvert sterkara til orða fyrir minn smekk, en okkur sem studdum ákvæðið var sýnt fram á að bara tilvist þess í nýrri stjórnarskrá myndi verða til þess að efla mjög málstað dýraverndunarsinna í lagasetningu framtíðarinnar. Bara það eitt að hafa ákvæði um dýravernd í stjórnarskrá væri sem sagt svo öflug yfirlýsing að hún skilaði okkur hálfa leið. Og það var og er áreiðanlega rétt — bara ef stjórnarskráin hefði komist í gagnið.“

Segir að lokum:

- Auglýsing -

„En hún bíður enn í skúffunni, og hver skyldi nú vera einn af þeim sem lögðu sitt af mörkum til að berjast gegn henni á sínum tíma? Vaxandi áhugi á dýraverndarmálum — guðsblessunarlega — er enn ein vísbending þess hve nauðsynlegt er að koma nýrri stjórnarskrá í gagnið. Málið er á dagskrá.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -