Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Regína Ósk á ekki orð til að lýsa þakklæti sínu fyrir góðvild fólks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Regína Ósk söngkona greindist með Covid-19 fyrir tæpum tveimur vikum og hefur síðan verið í einangrun í einu herbergi heima hjá sér og öll fjölskyldan, eiginmaður og þrjú börn, í sóttkví á efri hæðinni. Hún segir ótrúlegan samhug ríkja hjá fólki í kringum veikindin, kveðjunum rigni yfir hana og allir séu boðnir og búnir að aðstoða eins og þeir mögulega geta.

„Ég byrjaði að halda vídeódagbók fyrir sjálfa mig eftir að ég greindist,“ útskýrir Regína Ósk. „Mig langaði bara að muna þetta tímabil. Svo ákvað ég að opna á dagbókina í stories á Instagram og þá byrjuðu alls kyns kveðjur og boð um ýmislegt að raðast inn hjá mér frá alls konar fólki og mér fannst alveg ótrúlega gaman að sjá samhuginn. Þar fyrir utan sér fjölskyldan náttúrlega vel um mig og þau gera allt fyrir mig.“

Regína Ósk segir yndislegt að fá allar þessar kveðjur, það sé ótrúlegt að finna hversu margir séu að hugsa til hennar í veikindunum. Fólk hafi líka skilið góðar gjafir eftir handa fjölskyldunni á tröppunum, eini gallinn sé sá að ef það er eitthvað matarkyns geti hún ekki notið þess því hún hafi hvorki fundið bragð né lykt síðan hún veiktist.

„Það biðja meira að segja fleiri um að fá að hjálpa okkur heldur en við þurfum á að halda.“

„Ég hef fengið alls kyns kræsingar frá ættingjum og vinum en ég bara finn ekkert bragð af þeim,“ segir hún og hlær. „Ég bað meira að segja um hafragraut í páskamatinn, því það er ekkert gaman að borða góðan mat ef maður finnur ekki bragð af honum.“

Þar sem öll fjölskyldan er í sóttkví þarf hún að reiða sig á hjálpsemi ættingja og vina til að fara í búð og apótek og svo framvegis. Regína Ósk segist reyna að dreifa álaginu á milli fólksins í sínum innsta hring sem hafi tekið því ótrúlega vel, allir séu boðnir og búnir að hjálpa.

Rætt er við Regínu Ósk í nýjasta tölublaði Mannlífs.

„Það biðja meira að segja fleiri um að fá að hjálpa okkur heldur en við þurfum á að halda,“ segir hún. „Það er gott að finna kærleikann en ég er ekki vön að biðja um hjálp, það er erfitt skref að stíga, og mér finnst erfitt að vera svona bjargarlaus. Ég á því stóra skuld að gjalda þegar mér batnar og er svo sannarlega boðin og búin til þess. Það er svo gaman þegar samfélagið sameinast svona. Það eru engar spurningar, fólk bara hjálpar hvert öðru.“

- Auglýsing -

Rætt er við Regínu Ósk og fleiri listamenn í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -