2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Zachary Quinto fjárfesti í listaverki eftir íslenskan listamann

Bandaríski leikarinn Zachary Quinto segir frá því í færslu á Instagram að hann hafi nýverið fjárfest í verki eftir listamanninn Loja Höskuldsson. Um útsaumsverk er að ræða og myndefnið er meðal annars kaffikanna, eldspýtur og gaskútur frá Shell.

Quinto segir nostalgíu einkenna verk Loja. Hann segir þetta tiltekna verk vekja upp góðar minningar hjá honum um Ísland en Quinto er mikill Íslansvinur og varði til að mynda áramótunum hér á landi.

Í færslunni segir Quinto að það sé heiður að fá verk eftir Loja í safnið sitt.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is