Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Afbrýðisöm kona réðst af hörku á nágrannakonu sína – Fórnarlambið flutti vegna ótta

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Vesturlands dæmdi nú á föstudag konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa veist með hnefum að nágrannakonu sinni. Árásin átti sér stað í íbúð nágrannakonnunar á Akranesi, þann 18 nóvember 2019.

Sló, reif ofg klóraði

Í dómsorði kemur fram að árásarkonan hafi slegið nágrannakonu sína ítrekað í höfuð og andlit, hrint henni á salerni þannig að hún lenti á klósetti og slegið hana ítrekað í höfuðið þar sem hún lá bjargarlaus við klósettið. Þá var hún ákærð fyrir að hafa rifið í hár konunnar og klórað hana á hálsi. Hlaut konan við árásina rifsár á hálsi, við nef og við munn, bólgu á vörum og sár innan á vörum, bólgu og mar á enni, aumar litlar kúlur á báðum gagnaugum, eymsli í hálsi, marblett ofan við hægri olnboga og aftan á hægri upphandlegg, marbletti ofan á olnboga og aftan á hægri upphandlegg, marbletti ofarlega á framan á vinstri fótlegg, grunnsár og lítið mar framan á vinstri ökkla.

Afbrýðisemi

Afbrýðisemi mun hafa verið ástæða árásar en árásarkonan sat við drykkju á heimili nágrannakonu sinnar, og var handtekin af lögreglu á vettvangi í annarlegu ástandi. Var hún undir talsverðum áhrifum þegar lögreglu bar að. Nágrannakonan sagði árásina hafa komið eins og þrumu úr heiðskíru lofti að árásarkonan hafi ranglega talið að konan hefði stofnað til náins sambands við föður barna sinna. Fórnarlambið kallaði til lögreglu eftir að hafa með herkjum náð að grípa farsíma sinn til að svara símtali sálfræðings sem innti hina sömu eftir því hvers vegna hún hafði ekki mætt í viðtalstíma sinn. Var ætlun sálfræðings að bjóða brotaþola nýjan sálfræðitíma með símtali en brotaþoli flúði út af baðherbergi íbúðarinnar meðan á árás stóð, svaraði símtali sálfræðings, greindi frá yfirstandandi árás og öskraði kröftuglega á hjálp að upplagi sálfræðings. Náði konan að flýja íbúðina og komst fram á stigagqang þar sem nágrannakona í nærliggjandi íbúð varð vör átakanna og óskaði strax lögreglu. Blóðslettur voru á fatnaði konunnar við komu lögreglu og var árásarkonan handtekin á heimili sínu, í íbúðinni við hlið þolandans.

Minnisleysi

Gerandinn neitaði sök fyrir dómi og bar við minnisleysi. Framburður brotaþola og nágrannakonu, sem varð vitni að því þegar konan komst út á stigagang þar sem hún öskraði á, sem og framburður þeirra lögreglumanna sem komu á vettvang þóttu styðja við framburð brotaþola um ákærðu. Þá voru blóðslettur í íbúð þeirri þar sem árásin átti sér stað og svo greinileg merki um átök, ásamt áverkavottorði læknis sem skráð var í beinu framhaldi fyrrgreindri árás ásamt því sem ekkert annað skýri að neinn annar en ákærða hafi veitt brotaþola umrædda nótt. Taldi dómurinn því hafið yfir allan skynsamlegan vafa að áverkar og ummerki bentu til annarrar atburðarásar en þerri sem brotaþoli lýsti með orðum sínum.

Stöðugur ótti

Fram kemur í dómsorði að konan sem varð fyrir árásinni hafi upplifað mikla skelfingu og vanmátt í kjölfar árásarinnar og flutti hún ásamt syni sínum út úr íbúðinni skömmu seinna, þar sem hún hafi upplifað alvarleg einkenni áfallastreitu og hefði lifað við stöðugan ótta. Héraðsdómur Vesturlands úrskurðaði brotaþola í hag á fyrrgreindum forsendum og úrskurðaði árásarkonuna seka samhliða því sem hún hlýtur 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir árásina, að greiða brotaþola 300.000 krónur í miskabætur ásamt því sem henni er gert að greiða málsvarnalaun konunnar, 600.000 krónur.

Dóm Héraðsdóm Vesturlands má lesa hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -