Laugardagur 14. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni við Grindavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en nóttin var nokkuð tíðindalítil er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Frá miðnætti hafa mælst um 40 skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. Klukkan 19:04 í gærvköldi mældist skjálfti af stærð 3,3 um 2 km. norðaustur af Grindavík.

Frá 21. janúar hafa yfir 1000 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, þar af um 700 yfir helgina og voru þeir flestir staðsettir í SV/NA stefnu um 2 km NA af Grindavík.

Nýjasta GPS úrvinnslan og gervitunglamyndir sýnir áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Í heildina hefur land risið yfir 4 cm frá 20. janúar sl.

Með landrisi má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 km dýpi rétt vestan við fjallið Þorbjörn og líklegast er að virknin ljúki án eldsumbrota.

Sjá einnig: Jörð kraumar í „nafla alheimsins“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -