Mánudagur 16. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Amazon fjarlægir Auschwitz-þemað jólaskraut

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forsvarsmenn Auschwitz-Birkenau safnsins hafa krafist þess að netsölurisinn Amazon fjarlægi auglýsingar seljenda sem hafa til sölu jólaskraut með myndum frá útrýmingarbúðunum aldræmdu.

Amazon hefur brugðist við og fjarlægt umræddar vörur af vefsvæðinu en í kjölfarið kom í ljós að fleiri vörur með myndum frá búðunum er að finna til sölu hjá Amazon og fleirum.

„Að selja „jólaskraut“ með myndum frá Auschwitz er óviðeigandi. Auschwitz á flöskuopnara er truflandi og til marks um vanvirðingu,“ sagði í tísti frá safninu.

- Auglýsing -

Auschwitz-Birkenau útrýmingarbúðirnar voru settar á laggirnar eftir að Þjóðverjar hernámu Pólland í seinni heimstyrjöldinni. Talið er að um milljón gyðinga hafi verið myrtar í búðunum á árunum 1940 til 1945.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -