• Orðrómur

Áreiti sem staðið hefur yfir í 10 mánuði- „Hér er bankað og djöflast“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég hef reynt að leiða þetta hjá mér og er ekki að fara til dyra en þessu linnir ekki,“ skrifar Hildur, íbúi í Langholtshverfi, sem hefur orðið fyrir áreiti á heimili sínu í 10 mánuði. Hjá henni er bankað og djöflast mörgum sinnum í viku, bæði á daginn og á kvöldin.„Það er líka frekar erfitt að fara ekki til dyra heima hjá sér því stundum kemur jú fólk sem á erindi“ segir Hildur inn á hverfishóp Langholthverfis á Facebook.

Hildur segir þetta alltaf sömu piltana og að hún hafi náð þeim á mynd.

„Samkvæmt ráðleggingu fróðra þá hef ég nú tilkynnt málið til lögreglu og sent þeim myndir af piltunum“. Hildur segir að lokum að hún viti til þess að þau séu ekki þau einu í hverfinu sem hafa orðið fyrir þessu ónæði og biður þá aðila sem hafa lent í þessu að hafa samband við sig.

- Auglýsing -

Nýlega fjallaði Mannlíf um að ítrekað hafi verið stungið á dekk í sama hverfi.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -