Laugardagur 14. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Banvænt ár fyrir börn í Afganistan: Níu drepin að meðaltali á dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

■ Ný skýrsla UNICEF um stöðu barna í Afganistan er svört
■ Stríðandi fylkingar og stjórnvöld eru að bregðast börnum
■ Aukning í sjálfsvígsárásum
■ Milljónir barna þurfa aðstoð í landinu sem er nú banvænasta stríðssvæði í heiminum fyrir börn

 

Fjórir áratugir af átökum hafa tekið sinn toll og eru að hafa skelfileg áhrif á börn í Afganistan. Stríðandi fylkingar og stjórnvöld eru að falla á prófinu og bregðast skyldum sínum við að verja þau afleiðingunum. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 létust eða særðust að meðaltali níu börn á dag í landinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu UNICEF sem ber yfirskriftina Preserving Hope in Afghanistan: Protecting children in the world‘s most lethal conflict.

Mynd / UNICEF

Þessar tölur yfir barnung fórnarlömb átakanna í Afganistan eru sláandi og það sem verra er þá þýða þær að ástandið er að versna. Þetta er 11% aukning frá því á sama tímabili í fyrra og er ástæðan að sögn UNICEF aukning í sjálfvígssprengiárásum og bardögum milli herliðs stuðningsmanna stjórnvalda og andstæðinga þeirra, segir í tilkynningu frá UNICEF.

„Árið 2019 hefur verið óvenju banvænt fyrir börn í Afganistan, meira að segja á þeirra mælikvarða,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, um niðurstöður skýrslunnar.

„Börn, fjölskyldur þeirra og samfélögin öll þjást hvern dag sökum þessara átaka og búa við afleiðingar þeirra. Þessi sömu börn þrá ekkert heitar en að fá að vaxa úr grasi, ganga í skóla, læra og skapa eigin framtíð. Við getum og verðum að gera meira til að styrkja ótrúlegt hugrekki þeirra og þolgæði.“

Á tímabilinu 2009 til 2018 voru nærri 6.500 börn drepin í átökum og 15.000 særðust alvarlega samkvæmt skýrslunni og gerir það Afganistan að banvænasta stríðssvæði veraldar á síðasta ári.

- Auglýsing -
Mynd / UNICEF

Aðrar niðurstöður skýrslunnar varðandi stöðuna í Afganistan eru meðal annars:

  • 3,8 milljónir barna þurfa mannúðaraðstoð.
  • Ein af hverjum þremur stúlkum eru neyddar í hjónaband fyrir 18 ára aldur.
  • 3,7 milljónir barna á skólaaldri eru ekki í skóla.
  • 600 þúsund börn undir 5 ára aldri eru alvarlega vannærð.
  • 30 prósent barna eru fórnarlömb barnaþrælkunar.

„Með réttri aðstoð geta börnin slitið sig úr hlekkjum þessa vítahrings ofbeldis og vanþróunar og skapað sér og Afganistan bjartari framtíð,“ segir Aboubacar Kampo, fulltrúi UNICEF í Afganista, einn þeirra sem vinnur mikið og gott starf í landinu.

UNICEF vinnur meðal annars með stjórnvöldum og samfélögum að vinna gegn hættum sem stafa að konum og stúlkum í landinu. Þær eru meðal annars svokölluð heiðursdráp, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Með samstarfsaðilum útvegar UNICEF 277 þúsund alvarlega vannærðum börnum meðhöndlun. En betur má ef duga skal þar sem ná þarf til 300 þúsund barna til viðbótar. UNICEF hefur þá í auknum mæli notast við sjálfbært sólarorkuvatnskerfi til að aðstoða þær tæpu þrjár milljónir Afgana sem þjást af vatnsskorti.

- Auglýsing -

UNICEF krefst þess að lokum að stríðandi fylkingar uppfylli skyldur sínar gagnvart alþjóðlegum mannréttindalögum og verji saklaus börn fyrri átökum. Þá er þess krafist að hætt verði að gera heilbrigðisstofnanir og skóla að skotmörkum og íbúum verði leyft að nálgast mannúðaraðstoð eftir þörfum.

UNICEF áætlar að safna þurfi 323 milljónum dala, eða sem nemur tæpum 40 milljörðum króna, fyrir nauðsynlega aðstoð í Afganistan á næsta ári. Aðeins fjórðungur þeirrar upphæðar hefur verið fjármagnaður.

Um UNICEF:

UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) hefur í tæpa sjö áratugi verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við berjumst fyrir réttindum barna á heimsvísu og sinnum bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. UNICEF treystir eingöngu á frjáls framlög og hefur að leiðarljósi þá bjargföstu trú að öll heimsins börn eigi rétt á heilsugæslu, menntun, jafnrétti og vernd. Við erum á vettvangi í yfir 190 löndum og leggjum áherslu á að ná til allra barna – hvar sem þau eru.

Fylgjast má með UNICEF á:
www.unicef.iswww.facebook.com/unicefisland og www.twitter.com/unicefisland

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -