Þriðjudagur 7. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Birgitta viðurkennir að hafa laumast eftir trúnaðargögnum í tösku Þórhildar Sunnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það eru margir sem hafa reynt að fá svör frá Helga Hrafni um af hverju hann vændi mig um að vera ofbeldismanneskja. Ég var vænd um að vera ofbeldismanneskja og það fékk mikið á mig því ég er búddisti og stunda prógramm sem gengur út á að maður gangist við misgjörðum ef þær verða,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og stofnandi Pírata í viðtali við Fréttablaðið.

Birgitta segir í samtali við blaðið, hafa verið hrakin úr sínum eigin flokki, það hafi verið erfið reynsla og hún hafi upplifað mikla höfnun.

Gerði mistök

Hún viðurkennir að hafa lesið trúnaðargögn í leyfisleysi og sér eftir því.

„Á lokadögum þingsins var verið að klára mjög hratt alls konar mál og meðal annars ríkisborgaramál. Það er oft þannig að þeir sem sækja um ríkisborgararétt setja sig í samband við þingmenn, þeir hafa kannski lent í einhverju svona rugli, ekið of hratt, fengið einn punkt eða vita ekki eitthvað og biðja um skilning. Þessi hafði átt íslenska dóttur og alltaf lent á milli einhvern veginn. Ég var eitthvað að hugsa og reyna að hjálpa honum en sá að nafnið hans var komið en svo var eins og að það væri eitthvert annað nafn og ég hélt að það væri einhver misskilningur og þá stóð á borðinu taskan hennar Þórhildar með skjölunum um hverjir þetta voru. Ég kíkti á það af því að atkvæðagreiðsla var að byrja og hún var föst á fundi. Ég átti auðvitað ekki að gera þetta, þetta voru trúnaðargögn.“

Birgitta segist hafa beðið Þórhildi Sunnu og þingflokkinn afsökunar og reynt að bæta fyrir, „en hún upplifði að ég hefði brotið á henni og ég gengst við því.“

- Auglýsing -

Þetta segir hún vera eina málið þar sem hún viti til að hún hafi gert eitthvað af sér, eins og hún orðar það.

Vissi ekki hvernig hún ætti að hegða sér í kringum annað fólk

Birgitta segist hafa hreinlega verið glöð þegar Covid kom, því um tíma vissi hún ekkert hvernig hún ætti að vera innan um annað fólk. „Þegar maður fær svona stimpil á sig, að vera ofbeldismanneskja, þá tekur það á. Þú verður að athuga að Helgi Hrafn hafði fengið þann titil að vera vinsælasti þingmaður Íslands og fólk fékk áfall, að hann skyldi hafa ráðist svona á mig,“ segir hún.

- Auglýsing -

Birgitta horfir björtum augum fram á veginn. „Allir fá sinn öldudal og ég er viss um að við getum öll komist upp úr þeim dal en við þurfum að gera það sjálf og þá ekki síst með því að biðja um aðstoð frá öðrum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -