Blygðunarlausir apakettir stefna veröldinni í hörmungar |

Blygðunarlausir apakettir stefna veröldinni í hörmungar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ef þú ert nógu mikill rugludallur og helst dóni líka sem skeytir engu um sannleika eða rök, geturðu verið nokkuð viss um að þú eigir góðan sjens á að ná í um það bil 20% fylgi í kosningum, jafnvel meira. Slíkt fylgi er nóg til að hafa veruleg áhrif í vestrænum lýðræðisríkjum.“

Þetta skrifar Guðmundur Steingrímsson í vikulegum pistli í Fréttablaðinu. Máli sínu til stuðnings nefnir Guðmundur sérstaklega Donald Trump sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað sig sem grímulausan rasista og dóna. Það sama sé að gerast í Bretlandi og útlit er fyrir að á Íslandi ætli nokkrir að leika þennan leik. „Dónaröfl á Klausturbar skilar árangri. Virðingarleysi fyrir staðreyndum í flóknum deilumálum líka. Í rauninni er þetta mesta nýjungin í stjórnmálakænsku á síðari árum. Vertu bara nógu mikill asni.

Fyrir þessu eru nokkrar ástæður, segir Guðmundur. Í fyrsta lagi eigi þessi hegðun hljómgrunn hjá kjósendum sem eru svo óánægðir með tilveruna að þeir vilja helst kjósa þá sem gera mestan usla. Í öðru lægi virkar asnaskapur í offlæði upplýsinga þar sem sumir kjósendur vilja ekki láta sérfræðinga segja sér fyrir verkum. Í þriðja lagi nefnir Guðmundur það yfirgripsmikla vantraust sem ríkir í garð stjórnmála sem stafar meðal annars af því að stjórnmálamenn ráða í raun engu. Þeir lofa fyrir kosningar en þegar á hólminn er komið kemur í ljós að stjórnmálamenn ráða engu einir og ná þar af leiðandi ekki að uppfylla loforðin.

Fjórða ástæðan, segir Guðmundur, er sú alvarlegasta. Hún er einfaldlega sú að það er til óhemju fjöldi fólks sem trúir rugli. „Jörðin er flöt. Evrópusambandið er samsæri. Litað fólk á að fara „heim til sín“. Gróðurhúsaáhrifin eru ekki til. Ef þú ert þannig innréttaður, eins og Trump og fleiri, geturðu talað til þessa fólks og verið þess maður. Atkvæði er atkvæði.

En hvenrig á að bregaðst við þessu, spyr Guðmundur, því mannkynið megi ekki við svona löguðu. „Blygðunarlausir apakettir mega ekki æða með veröldina í enn einn hörmungarhringinn. Jörðin hitnar. Nú þarf aðgerðir og samstöðu. Ógnir blasa við. Stærsta viðfangsefni nútímastjórnmála — og lífið liggur við — er að finna leið til þess að segja drullusokkum á einhvern hátt sem virkar að grjóthalda kjafti og skammast sín.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira