Laugardagur 27. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Brot Sigríðar staðfest hjá Mannréttindadómstól Evrópu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur staðfest brot íslenska ríkisins í Landsréttarmálinu. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins og þar fullyrt að niðurstaðan hafi verið einróma.

Yfirdeildin ákvað síðastliðið haust að taka mál íslenska ríkisins til umfjöllunar eftir að dómstóllinn hafði áður dæmt ríkið bótaskylt í mars 2019, vegna ólöglegrar skipunar Sigríðar Anderssen, þáverand dómsmálaráðherra, dómara í Landsrétt. Hún sagði af sér ráðherraembætti í kjölfar dómsins.

Upphaf Landsréttarmálsins má rekja aftur til vors 2017 þegar hæfnisnefnd birti lista yfir þá umsækjendur við réttinn sem metnir voru hæfastir. Sigríður kynnti svo sínar eigin tillögu og á henni mátti finna fjóra sem ekki voru á lista hæfnisnefndarinnar.

Málið skilaði sér síðan allan leið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðaði í mars 2019 að Sigríður hefði brotið lög með skipan dómara við Landsrétt. Íslenska ríkið var jafnframt sektað vegna brotanna. Í kjölfarið sagðist Sigríður enga ástæðu sjá til þess að segja af sér embætti en daginn eftir kvað við annan tón þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra.

Sigríður steig því úr stóli dómsmálaráðherra í mars í fyrra vegna málsins. Þá hafði Mannréttindadómstóll Evrópu dæmt gegn henni varðandi ólögmæta dómaraskipan við réttinn. Hún sjálf segir almenning líta á málið sem elítuvandamál og viðurkenndi nýlega í viðtali við Mannlíf að málið allt hefði ekki verið skemmtileg reynsla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -