Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Brynjar kyrkti Sigríði Ástu á elliheimili: Fyrsta morðið sem framið var á Akranesi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1959 fannst Sigríður Ásta Þórarinsdóttir, fædd 1916, látin á elliheimilinu á Akranesi. Banamein hennar var kyrking. Sigríður Ásta var ekki heil á geði og því hafði hún dvalist á elliheimilinu í þó nokkuð mörg ár þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur.

Það var aðfaranótt 30. ágúst, þegar brotist var inn á elliheimilið. Rúða var brotin í þvottahúsinu á staðnum og karlmaður farið þar inn.Tvær konur sem störfuðu á elliheimilinu og voru á vakt urðu varar við hávaða sem kom úr herbergi Sigríðar Ástu. Þær urðu skelkaðar og sóttu í snarhasti karlmann í næsta húsi við elliheimilið til að aðstoða sig.

Dauðadrukkinn

Maðurinn fór strax inn í herbergi Sigríðar Ástu. Hann sá hana liggja þar líflausa og frekar ungan mann sitja við rúm hennar Þessi ungi maður hét Brynjar Ólafsson (1937–1981), og var hann nánast dauðadrukkinn; bað hann manninn um að sér yrði hjálpað út.

Brynjar var handtekinn síðar um þessa örlagaríku nótt heima hjá sér, eftir að lögreglan hafði verið kölluð til.Í yfirheyrslum bar Brynjar við minnisleysi sökum mikillar ölvunar; sagði að hann hefði aldrei viljað myrða eða skaða Sigríði Ástu, og gat lítið útskýrt hvers vegna hann kyrkti Sigríði Ástu.

Fingraför fundust

- Auglýsing -

Brynjar þessi hafði þó oft komið við sögu lögreglunnar áður vegna ölvunar og eitt sinn vegna líkamsárásar. Ekki reyndist rannsókn málsins flókin því fingrafar Brynjars fannst á hálsi Ástu, þannig að óvéfengjanlegt þótti að hann hafði framið ódæðið, myrt Sigríði Ástu.

Brynjar var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar af sakadómi Akraness í mars árið 1960. Þess má geta að þetta var í fyrsta skipti sem morð var framið á Akranesi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -