Mánudagur 30. janúar, 2023
-0.9 C
Reykjavik

Dagur B. Eggertsson gefur loðin svör: „Aldrei sett einhverja úrslitakosti og aldrei útilokað neitt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, segir að hann útiloki ekki að hann muni gefa eftir sjálfan borgarstjórastólinn í yfirvofandi meirihlutaviðræðum flokksins við Pírata, Viðreisn og Framsóknarflokkinn:

„Ég er mjög ánægður og held að þessi staða eftir kosningar hafi kallað á það að hún fengi að kristallast og fólk fengi að spreyta sig á að mynda mismunandi meirihluta í þreifingum. Ég held að það sé afdráttarlaust eftir þessa viku að þessi meirihluti getur orðið sterkur, framsýnn og góður fyrir Reykjavík. Það er verkefnið eftir kosningar að ná að mynda meirihluta sem er góður fyrir þróun borgarinnar.“ sagði Dagur að loknum blaðamannafundi þar sem greint var frá meirihlutaviðræðum áðurnefndra flokka:

„Í mínum huga erum við hér í dag einmitt vegna þess að það er býsna mikil málefnaleg samleið með þessum flokkum. Það eru auðvitað atriði sem skera sig úr og við munum meðal annars þurfa að fara yfir þau. En ég held að það sé ekkert óyfirstíganlegt í þeim og er bjartsýnn á framhaldið.“

Og um borgarstjórastólinn eftirsótta sagði Dagur:

„Ég held að fólk hafi tekið eftir því að ég hef aldrei, hvorki núna né í fyrri viðræðum, sett einhverja úrslitakosti. Ég held að það sé nú lykillinn að góðu samstarfi að nálgast það af ákveðinni festu en líka sanngirni. Það var auðvitað ekki kosið um einstök embætti. Við vitum að 35% Reykvíkinga vildu mig áfram en það skiptir ekki heldur öllu máli í dag, heldur að þessi hópur nái saman um verkaskiptingu sem að verði farsæl út kjörtímabilið,“ og að „ég hef aldrei útilokað neitt í því.

En við ætlum að byrja á því að ræða málefnin og svo ræðum við verkaskiptingu og sjáum hver niðurstaðan verður úr þeim samtölum.“

- Auglýsing -

Aðspurður hvort til greina kæmi að skipta embætti borgarstjóra upp sagði Dagur:

„Slíkar hugmyndir verða að bíða betri tíma. Við byrjum á málefnunum, svo kemur hitt inn. Ég held að það sé mjög farsælt að hafa þá röð á hlutunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -