Mánudagur 5. desember, 2022
0.8 C
Reykjavik

Dagur verðlaunar byggingu sem er hálfkláruð: „Okk­ur var gert að opna – For­eldr­ar hafa áhyggj­ur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Á meðal stofn­fé­laga sam­takanna Grænni byggð er sjálf drottning Íslands, Reykja­víkur­borg. Veitti borgin á föstu­daginn samtökunum verð­laun fyrir byggingu leik­skólans Brákar­borgar, við Klepps­veg.

Eða eins og fram kemur á vef Reykjavíkurborgar:

„Í máli Ragnars Ómarssonar formanns dómnefndar um Grænu skófluna kom fram að þessi bygging sé verðug fyrirmynd fyrir endurbyggingar eldri mannvirkja í framtíðinni. Hún tryggir að framkvæmdin verður sporléttari en ella og kemur í veg fyrir óþarfa framleiðslu og flutning á nýjum byggingarefnum og úrvinnslu úr auðlindum vegna byggingarinnar.

Borgarstjóri tók við Grænu skóflunni fyrir hönd Reykjavíkurborgar en gripurinn er hannaður af Heklu Dís Pálsdóttur. Einnig fengu aðrir sem komu að hönnun og byggingu mannvirkisins viðurkenningarskjöl.“

Græna skófl­an kallast verðlaunin sem Dagur B. Eggertsson veitti, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt: Verðlaunin eru fyr­ir mann­­virki sem byggt hef­ur verið með fram­úr­sk­ar­andi og vist­væn­um sem og sjálf­bær­um á­hersl­um:

En þar með er ekki öll sagan sögð, ekki einu sinni hálfkláruð þessi saga.

- Auglýsing -

Georg Atli Hallsson, sem er deildar­stjóri á leiksólanum Brákar­borg, segir í samtali við vefmiðilinn mbl.is að byggingin sé einugis hálf­kláruð; að starfs­fólk sé undrandi á því að taka á móti leikskólabörnum við svona að­stæður.

Gefum Georgi Atla orðið:

„Þessi ræða sem borg­ar­­stjóri flyt­ur við af­hend­ingu á þess­ari viður­­kenn­ingu læt­ur á­standið liggja milli hluta. Það er talað aum að allt sé í blóma og að þau séu búin að skila af sér bygg­ingu sem prýði hverfið og bæti úr þörf á leik­­skóla­­pláss­um í Reykja­­vík.

- Auglýsing -

Á meðan er staðan sú að húsið er ekki full­búið og við get­um ekki tekið á móti fullri starf­­semi í hús­inu.“

Hann segir einnig í samtali við mbl.is að þessi vinnubrögð séu ekki til fyrirmyndar hjá Reykjavíkurborg og að foreldrar leikskólabarna á Brákarborg séu áhyggjufullir:

„Auðvitað hafa for­eldr­ar áhyggj­ur af þessu. Okk­ur var gert að opna. Okk­ur starfs­mönn­un­um finnst þetta ekki við hæfi; finnst í raun und­ar­legt að við séum sett í þessi spor, bæði leik­skóla­stjóri og aðrir að taka á móti börn­um í hálf­kláruðu húsi þar sem við þurf­um að hlaupa á milli her­bergja með hús­gögn til þess að upp­fylla þörf­ina sem nú er.“

Þá má nefna að skrif­­stofa leik­­skóla­­stjór­ans er einungis geymsla; auk þess sem iðnaðar­­menn í fullum herklæðum og um­­­ferð stór­­virkra vinnu­­véla eru dag­­legt brauð á leik­­skól­an­um nýverðlaunaða en hálfkláraða.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -