2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

ESB hvetur Netflix til að hægja á streyminu

Evrópusambandið hvetur Netflix og aðrar streymisþjónustur til að hætta að streyma kvikmyndum og myndböndum í háskerpu til að hamla því að fjarskiptakerfi Evrópu bugist vegna mikillar notkunar í kjölfar sóttkvía og útgöngubanna í mörgum löndum vegna kórónuveirufaraldursins.

Hundruð milljóna fólks stundar nú vinnu sína heiman að frá sér í gegnum netið vegna útgöngubanns og enn fleiri börn eru heima vegna lokana skóla sem þýðir að álagið á fjarskiptakerfin er gríðarlegt.

Thierry Breton, einn af þeirra sem stýrir stafrænni stefnumótun hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði á Twitter í gærkvöld, miðvikudagskvöld, að hann hefði talað við yfirmann Netflix, Reed Hastings og málið væri í skoðun. Breton hvatti jafnframt fjarskiptafyrirtæki og almenning til að notast við lægri upplausn á því sem streymt er til að fjarskiptakerfin þyldu álagið og allir gætu nýtt sér internetið á þessum óvenjulegum tímum.

Talsmenn Netflix staðfestu við blaðamann CNN að málið væri í skoðun og að Breton og Hastings myndu ræða saman aftur í dag, fimmtudaginn 19. mars.

AUGLÝSING


Mark Zuckerberg, yfirmaður Facebook-veldisins staðfesti einnig í samtali við CNN að álagið væri meira en nokkru sinni fyrr, bæði á Facebook og eins hefði símtölum í gegnum WhatsApp og Messenger fjölgað um meira en helming.

 

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum