Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Fyrrverandi eiginkona Elton Johns krefst bóta vegna ævisögu hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Renate Blauel, fyrrverandi eiginkona söngvarans Elton Johns, hefur stefnt honum fyrir að tala um hjónaband þeirra í ævisögu sinni og krefst þriggja milljóna punda, sem samsvarar um 520 milljónum íslenskra króna, í bætur.

Málið er nú rekið fyrir Hæstarétti og í málsskjölum kemur fram að Renate telur Elton John hafa brotið gegn því samkomulagi sem þau gerðu þegar þau skildu árið 1988 og það hafi valdið því að langvarandi barátta hennar við geðræn vandamál hafi blossað upp að nýju.

Elton John og Renate Blauel giftu sig árið 1984 og skildu 1988. Elton er sagður vera í áfalli vegna lögsóknarinnar þar sem þau hafi alltaf átt í vinsamlegum samskiptum og ekkert í bókinni uppljóstri neinu sem ekki var á allra vitorði fyrir. Þar að auki hafi hann að hennar beiðni fjarlægt nokkrar málsgreinar úr ævisögunni Me, sem kom út í fyrra, og það eina sem hann segi sé að hann sjái eftir því að hafa sært hana.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -