Fimmtudagur 1. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Twitter-fuglinn flýgur vegna 258 milljarða dollara lögsóknar

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samkvæmt fréttaveitunni Reuters segir að eitthvað meira og stærra liggi að breytingum tákns samfélagsmiðlsins Twitter. Þá sé Elon Musk að reyna að sporna við 258 milljarða dollara lögsóknar sem snúi að honum vegna Dogecoin rafmyntarinnar. Er hann ásakaður um að standa að baki pýramídasvindls er varðar rafmyntina.

Fyrir dómstólum kölluðu lögmenn Elon Musks og rafbílafyrirtækis Tesla Inc málsókn Dogecoin-fjárfesta „ímyndaðan skáldskap“ vegna „saklausra og oft kjánalegra tísta“ Musks.

Lögfræðingarnir sögðu að fjárfestarnir hafi aldrei útskýrt hvernig Musk ætlaði að svíkja neinn. Yfirlýsingar og tíst Elons: „Dogecoin Rulz“ og „Eekkert hámark, engin lægð, aðeins Doge“ væru of óljós til að styðja svikakröfuna.

„Það er ekkert ólöglegt við að tísta stuðningsorðum eða fyndnum myndum um lögmætan dulritunargjaldmiðil sem heldur áfram að halda markaðsvirði nærri 10 milljarða dollara,“ sögðu lögfræðingar Musk. „Þessi dómstóll ætti að stöðva fantasíur stefnenda og vísa kvörtuninni frá.

Lögfræðingur fjárfestanna, Evan Spencer, sagði í tölvupósti: „Við erum öruggari en nokkru sinni fyrr um að mál okkar muni ná árangri.“

Samkvæmt Forbes sökuðu fjárfestarnir Musk, næstríkasta mann heims samkvæmt Forbes, um að hafa vísvitandi hækkað verð Dogecoin um meira en 36.000% á tveimur árum og síðan látið það hrynja.

- Auglýsing -

Töldu þeir að þetta myndaði milljarða dollara hagnað á kostnað annarra Dogecoin fjárfesta.

Skaðabótatalan 258 milljarða dala er þreföld áætluð lækkun á markaðsvirði Dogecoin á 13 mánuðum áður en málsóknin var lögð fram.

Ku margar færslur Musks á Twitter hafa leitt til margra málaferla.

Twitter fer í hundana

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -