Laugardagur 30. september, 2023
7.1 C
Reykjavik

Ýmislegt áhugavert fannst í villu Prigozhin – Peningabúnt, sleggja og laglegt hárkollusafn

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nýjar ljósmyndir hafa verið birtar frá heimili Yevgeny Prigozhin, foringja Wagner-málaliðahópsins alræmda.

Ekki er almennilega vitað um nákvæma staðsetningu Yevgeny Prigozhin en forseti Belarús, Alexander Lukasjenka sagði í dag að hann væri kominn til Rússlands. Ekki hefur það fengist staðfest en rússnesk yfirvöld segja rannsókn á máli hans enn í fullum gangi. Eins og frægt er orðið stóð Prigozhin fyrir einhverskonar valdaránstilraun fyrir nokkrum vikum þegar Wagner-liðar stefndu ótrauðir í átt að höfuðborg Rússlands, Moskvu en snéru við þegar einungis 200 kílómetrar voru eftir.

Það er fréttamiðilinn Fontanka sem birti nýverið ljósmyndir sem teknar voru innan úr heimili, eða réttara sagt villu Yevgeny Prigozhin í St. Pétursborg.

Það borgar greinilega vel að vera málaliði

Á ljósmyndunum, sem teknar voru þegar rússnesk yfirvöld leituðu á eigninni um daginn, sést talsvert magn vopna, stafla af dollarabúntum og í einu herberginu sést sleggja með áletruninni: „Fyrir mikilvægar samningaviðræður“. Frá þessu segir Meduza fréttavefurinn.

Á vegg einum á heimilinu, fundu rannsakendur ljósmynd af afsöguðum hausum manna. Á öðrum vegg mátti sjá úrval af hverskyns verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal viðurkenningu sem veitt var af borgarstjóra Sankti Pétursborgar, Alexander Beglov en hann þeir tveir hafa lengi eldað saman grátt silfur.

- Auglýsing -

Þá má sjá á einni ljósmyndinni herklæðnar sem á hanga medalíur Prigozhin, sem hann hefur hlotið, meðal annars fyrir að vera „Hetja Rússlands“ og „Hetja Dombas-héraðs“.

Aukreitis má sjá ljósmynd af fjöldi hárkolla í eigu Wagner-foringjans en þær hefur hann notað til að dulbúast í þeim fjölda verkefna sem hann hefur innt af hendi fyrir yfirvöld í Rússlandi. Á Telegram birtu margar fréttarásir ljósmyndir af honum í ýmsum dulargervum sem búist er við að hann hafi notað erlendis.

- Auglýsing -

Þar sést hann meðal annars dulbúa sig sem starfsmann súdanska varnarmálaráðherrans, yfirliðsforingja frá Benghazi, aðstoðarmann erindreka í Abu Dhabi, ofursta frá Tripoli, kaupmann frá Sýrlandi og yfirmanns í hernum.

Ef glöggt er að gáð, má sjá að um sama manninn er að ræða í öll skiptin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -