Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

„Eru einhverjir aðrir búnir að fá upp í kok af sífelldum sýningum fréttastofu RÚV á sýnatökum?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknraflokksins, segir á Facebook að hann hafi fengið sig fullsaddan af ógeðfeldum myndskeiðum sem séu sýnd aftur og aftur í sjónvarpsfréttum RÚV. Þar á hann við um myndskeið sem sýnir sýnatöku á COVID sem og nærmynd af bólusetningu. Hann virðist ekki einn þeirrar skoðunar að óþarfi sé sýna þetta sífellt.

„Í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld voru sýnd minnst fjögur mynskeið af bólusetningum. Í þeim var sýnt mjög ítarlega hvernig nálum var stungið á bólakaf í upphandlegg fólks. Hefði eitt slíkt myndskeið kannski dugað með þessari frétt?,“ spyr Frosti. „Eru einhverjir aðrir en ég löngu búnir að fá upp í kok af sífelldum sýningum fréttastofu RÚV á sýnatökum, þar sýnatökupinnum er stungið langt upp í nefkok? Hver ber ábyrgð á þessu?“

Flestir sem skrifa athugasemd eru sammála. „Okkur þykir ein sýning alveg yfirdrifið. Held líka að flestir viti hvernig farið er að við þessar athafnir,“ segir ein kona meðan önnur dauðvorkennir manninum í mynd: „Ég verð að segja að ég dauðvorkenndi manngreyinu sem var sýndur aftur og aftur, í hverjum einasta fréttatíma í sumar, við það að fá pinna upp í nefið á sér. Ég efast um að hann horfi nokkurn tímann aftur á fréttatíma RÚV.“

Einn maður veltir fyrir sér hvort þetta sé leti hjá starfsfólki. „Já svo sannarlega rétt og konan á Keflavíkurflugvelli sem kemur í gegnum tollinn. Þetta er dæmi um að starfsmennirnir nenna ekki að vinna vilja bara sitja á rassgatinu við tölvu og engar flottar myndir,“ skrifar sá. Kona nokkur segir fimm skipti í sama fréttatíma full mikið. „Við töldum fimm sinnum stungur! Löngu tímabært að sýna annað myndefni með þessum annars mikilvægu upplýsingum!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -