Laugardagur 7. september, 2024
8.7 C
Reykjavik

Fær ekki að halda áfram í lögreglufræðinámi: „Ástæðan er sú að þegar ég sótti um var ég að taka kvíðalyfið Sertral“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafía Kristín Norðfjörð, sem margir kannast við úr þáttunum Biggest loser, segir frá því í færslu á Facebook að hún fái ekki að halda áfram í lögreglufræðinámi í Háskólanum á Akureyri. Ástæðuna má rekja til þess að hún var á kvíðalyfjum.

 

„Margir hérna vita að ég sótti um í starfsnám lögreglunnar ásamt því að byrja í lögreglufræði við HA. Margir hafa einnig spurt mig hvernig mér gangi, hvernig málin standa í skólanum og hvort ég sé ekki að fara að halda áfram eftir áramótin í náminu. Svarið er einfaldlega nei. Ég mun ekki halda áfram eftir áramót í náminu,“ skrifar Ólafía á Facebook.

Hún segir mega rekja ástæðuna til þess að hún var á kvíðalyfinu Sertal. „Vegna þess að þeir sem komast ekki í starfsnám lögreglunnar fá ekki að halda áfram í Háskólanum á Akureyri í lögreglufræði. Náminu var breytt þessa önnina í nokkurs konar klásus og þeir 40 einstaklingar sem komast áfram í starfsnám lögreglunnar fá að halda bóklega náminu áfram við HA. Margir hverjir eru í því ferli á þessari stundu, að reyna að komast inn en ég er ekki ein af þeim. Ástæðan er sú að þegar ég sótti um var ég að taka kvíðalyfið Sertral.“

„Ástæðan er sú að þegar ég sótti um var ég að taka kvíðalyfið Sertral.“

Í færslunni lýsir Ólafía því hvernig hún sendi inn læknisvottorð þegar hún sótti um í starfsnám lögreglunnar. Á vottorðinu kom fram að hún tekur inn Sertral og að heimilislæknir hennar teldi hana vera „heilbrigða“ og almennt ástand vera „ágætt“.

„Með þessum orðum frá heimilislækninum þá bjóst ég ekki við að ég þyrfti að skila inn vottorði frá sérfræðilækni, vegna þess að ég taldi mig ekki vera innan þess ramma að vera vanhæf vegna andlegs ástands. En trúnaðarlæknir vildi meina það, með hennar orðum þá myndi ég ekki standast álag af því ég væri að taka lyfið Sertral og með þeirri skoðun þá stöðvaði trúnaðarlæknir mitt ferli að komast áfram í skólann og það inntökuferli sem ég hefði annars fengið að fara í,“ skrifar Ólafía. Hún bætir við að hún hafu reynt að berjast mikið á móti.

„Er litið á Sertral sem eitthvað sama sem merki þess að ég sé ekki heilbrigð og fær til þess að læra að verða lögreglukona?“

- Auglýsing -

Færslu Ólafíu í heild sinni það sem hún vekur athygli á málinu má lesa hér fyrir neðan.

Nú sit ég hérna þann 15. desember 2019 að læra undir síðasta lokaprófið mitt í HA fyrir þessi jólin. Mér hefur gengið…

Posted by Ólafía Kristín Norðfjörð on Sunnudagur, 15. desember 2019

Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -