2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fyrsta lagið sem A$AP Rocky gefur út eftir dóminn

A$AP Rocky var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í Svíþjóð fyrr í mánuðinum. Nú hefur hann sent frá sér nýtt lag og myndband.

 

Rapparinn A$AP Rocky var að gefa út nýtt lag og myndband. Þetta er fyrsta lagið sem hann sendir frá sér eftir að hann var sakfelldur í sænskum rétti fyrr í mánuðinum.

Rapparinn og tveir aðrir menn sættu ákæru fyrir að hafa gengið í skrokk á karlmanni eftir tónleika í Stokkhólmi þann 30. júní. Þeir vildu meina að um sjálfsvörn hefði verið að ræða. Dómari keypti þá skýringu ekki og dæmdi A$AP í tveggja ára fangelsi og er dómurinn að fullu skilorðsbundinn.

Nýja lagið ber heitið Babushka Boi. Nadia Lee Cohen leikstýrði myndbandinu, þar koma glæpir og flótti undan lögreglunni við sögu.

AUGLÝSING


Sjá einnig: Rapparinn A$AP sakfelldur í sænskum rétti

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is