Mánudagur 16. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Getum aldrei komið í veg fyrir að fólk með einbeittan brotavilja fremji afbrot“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Henry Alexander Henrysson heimspekingur og siðfræðingur skrifar um Samherjamálið svokallaða og þann lærdóm sem hægt er að draga af málinu í sinn nýjast pistil. Hann segir lærdóminn sem fólk þurfi að draga vera einfaldan.

„Lærdómurinn sem við þurfum að draga er í raun einfaldur. Við getum aldrei komið í veg fyrir að fólk með einbeittan brotavilja fremji afbrot. Efnahagsbrot eru þar engin undantekning. Og þeir einstaklingar sem gerast sekir um slíkt bera einir ábyrgð. Við sem samfélag berum hins vegar sameiginlega ábyrgð á stærri myndinni. Okkur ber að sjá til þess að í samfélaginu fari fram stöðug og öflug umræða um hvernig ólík svið samfélagsins megi ekki skarast og hvernig einstaklingar innan hvers sviðs verða að virða skyldur sínar,“ skrifar hann meðal annars.

„Og þeir einstaklingar sem gerast sekir um slíkt bera einir ábyrgð.“

Henry segir þetta vera þann lærdóm sem draga hefði mátt af fleiri hneykslismálum sem komið hafa upp í íslensku samfélagi undanfarin ár.

„Í hvert sinn hafa hins vegar þær raddir náð yfirhöndinni sem segja að ekki megi gera of miklar kröfur til kjörinna fulltrúa. Að á litla Íslandi sé ekki hjá því komist að náin tengsl séu milli fólks. Og svo framvegis. Staðreyndin er hins vegar sú að þau sem taka að sér stór og mikilvæg hlutverk í samfélaginu geta þurft að færa fórnir eða þá segja sig frá hlutverkum,“ skrifar hann.

Pistil Henrys má lesa í heild sinni hérna: Lærdómur af Samherjamálinu?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -