Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Guðbjörg og Ingi flýja undan barnaníðingi og dýrtíð til Spánar: „Við höfum verið heppin síðan við tókum saman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Parið Guðbjörg Sigurlaug Gunnarsdótir og Ingi Karl Sigríðarson eru flutt til Spánar með börn sín. Ástæðan er þríþætt að sögn parsins, en ein þeirra er sú að erfitt er fyrir öryrkja með stóra fjölskyldu að lifa af öryrkjabótum hér á landi.

 

Parið segir sögu sína á Facebook-síðunni: Við erum hér líka, en það eru hjónin Alda Lóa Leifsdóttir og Gunnar Smári Egilsson sem skrifa þar samtímasögur öryrkja á Íslandi.

Guðbjörg og Ingi eiga samtals sex börn á aldrinum átta til átján, hún þrjú og hann þrjú.

„Það eru einkum þrjár ástæður fyrir að við erum að flytja til Spánar. Í fyrsta lagi er maturinn þar 80 prósent ódýrari en hér. Ef Ingi væri ekki með byssu pabba síns og færi á skytterí, ef hann fengi ekki fara á skak með vini sínum til að fiska í soðið og ef hann væri ekki bæði nýtinn kokkur og klár í að búa til góðan mat úr litlu; þá gætum við ekki gefið börnunum okkar að borða, ekki þegar liðið er á mánuðinn. Örorkubæturnar duga ekki fyrir framfærslu. Ef við hefðum ekki gæs og fisk í frystinum myndum við svelta síðustu daga hvers mánaðar.“ segir Guðbjörg.

Getur öryrki leyft sér að elska?

Ingi skyldi við barnsmóður sína, missti vinnu, missti heimili sitt, var veglaus og allslaus, afllaus og viljalaus, en samþykkti að flytja til vina sinna á Akureyri. Þar bjó barnsmóðir hans með börnin. Ingi gat umgengist þau og hafið hæga batagöngu. Þar kynntist hann Guðbjörgu, en þau segjast fyrst hafa verið í afneitun með samband sitt.

- Auglýsing -

Var eitthvert vit í því? Hvað hafði hann að gefa þessari þriggja barna einstæðu móður?,” segir Ingi. Hann, sem gat varla staðið undir sjálfum sér? Getur öryrki leyft sér að elska? Og vera elskaður? Verður honum ekki bara refsað? Getur það endað vel?

„Við höfum verið heppin síðan við tókum saman. Við stöndum saman, leynum hvort öðru engu og tölum saman um allt. Saman getum við margt. Og með smá heppni getum við nánast allt. Nema lifað á Íslandi. Þar getur enginn lifað hér sem er svo óheppinn að vera öryrki.“

Bjuggu í tveimur íbúðum og á biðlista eftir félagslegu húsnæði

- Auglýsing -

Fjölskyldan bjó áður í tveimur íbúðum á Akureyri, þar sem engin íbúð fékkst þar nógu stór fyrir fjölskylduna sem þau höfðu efni á að greiða fyrir og telur parið að félagsleg íbúð sé ekki til sem er nógu stór fyrir alla. Einnig sé dýrt að fá börn Inga til þeirra, en þau eru búsett í Noregi.

„Í öðru lagi erum við að flýja húsnæðiskreppuna á Akureyri. Við fáum ekki nógu stóra íbúð fyrir okkur öll, enga sem við höfum efni á. Við erum sex í heimili og átta þegar yngri börnin hans Inga koma til Íslands. Við búum í tveimur litlum íbúðum í dag, komust ekki fyrir í annarri og getum eiginlega ekki búið svona lengur. Hvernig á fjölskylda að búa í tveimur íbúðum? Við erum á biðlista eftir stærri íbúð, en gætum verið þar endalaust. Ég held að það sé engin íbúð í félagslega kerfinu á Akureyri sem er nógu stór fyrir sex til átta manna fjölskyldu. Svo er of dýrt fyrir okkur að fá yngri börnin frá Noregi. Það kostar meira um 140 þúsund krónur að fá þau í heimsókn, jafnvel þótt við fáum lánaðan bíl til að sækja þau suður til Keflavíkur. Þegar við erum flutt til Spánar geta þau komið til okkar fyrir fimmtíu þúsund krónur. Og búið með okkur í einbýlishúsinu. Við leigjum hús með mörgum svefnherbergjum, þremur baðherbergjum og með húsgögnum fyrir sama verð og við borgum fyrir aðra íbúðina hér á Akureyri.“

Áralangar ofsóknir af hálfu barnsföðurs

Þriðja ástæðan er þó af persónulegum, ekki fjárhagslegum aðstæðum, því fjölskyldan er að flytja vegna áralangra ofsókna barnsföður Guðbjargar.

„Þriðja ástæðan er að við erum að flýja barnaníðing og eltihrelli sem hefur ofsótt okkur og börnin síðustu árin. Þetta er barnsfaðir Guggu, faðir tveggja yngri barnanna. Eftir margra ára baráttu vann Gugga loks forræðismálið í sumar. En það stoppar hann ekki. Hann situr um okkur. Einu sinni kom til mín handrukkari sem sagði að maðurinn hefði borgað honum fyrir að berja mig svo ég lenti á spítala. Ég var heppinn að handrukkarinn þekkti mig og vildi ekki gera mér illt. En það er sama þótt við kærum svona eða látum vita, við fáum enga vernd. Við, og ekki síður börnin, erum í hættu hér á Akureyri. Þetta er dæmdur maður, hættulegur maður. Þess vegna erum við að flýja, til að losna frá honum. En síðan vill svo til að við getum líka átt betra líf á Spáni, búið betur, búið öll saman, borðað betur. Búið börnum okkar heimili. Tryggt þeim öryggi og frið. Það getum við ekki hér, ekki sjens,” segir Ingi.

Öryrkjar vegna fæðingargalla og slyss

Parið er bæði öryrkjar. Guðbjörg er með fæðingargalla, lá þverlegu í fæðingu og fæddist með hryggskekkju. Þegar hún var sautján ára lenti hún í slysi þegar snjóýta keyrði aftan á kerru sem var aftan í bílnum sem hún ók, hún fékk þungt högg á hrygginn og þoldi það illa þar sem hryggurinn var ekki sterkur fyrir. 25 ára var Guðbjörg orðin óvinnufær vegna stoðkerfisvanda.

Ingi var á sjó sem unglingur og ungur maður þar til hann varð fyrir slysi, skipafélagi hans hafði blandað saman klór og sápu og við það myndaðist klórgas sem Ingi andaði að sér og skaðaði lungun. Hann hefur ekki enn náð sér, hvorki í lungunum né hnjánum. En þarna varð hann þó ekki öryrki, röð áfalla olli því að hrundi saman mörgum árum seinna og sökk niður í þunglyndi og vonleysi.

Unnu bæði forræðismál í sumar

Guðbjörg var einstæð móðir með eitt barn þegar hún kynntist seinni barnsföður sínum og eignaðist tvö börn með honum. Að hennar sögn hefur hún síðan reynt að losna við hann úr lífi sínu, barnanna og Inga.

Maðurinn var handtekinn stuttu eftir að þau slitu samvistum fyrir að nauðga tólf ára stúlku, var dæmdur og sat í fangelsi í nokkra mánuði. Þrátt fyrir ákæru og dóm vegna barnaníðs hélt maðurinn umgengnisrétti yfir börnunum. Þegar Guðbjörg neitaði að leyfa dæmdum barnaníðing að hitta börnin fékk hann dæmdar á hana dagsektir fyrir umgengishindrun. Hún barðist gegn manninum, en hljóp alls staðar á veggi, fann hvergi stuðning. Hún þurfti að berjast við manninn og kerfið í leiðinni, fannst kerfið alltaf taka stöðu með honum.

Gugga krafðist þess að fá fullt forræði yfir börnum sínum og rétt til að neita föður þeirra um umgengni. Hún fékk gjafsókn og fékk aðstoð lögmanns með mikla reynslu sem sótti málið af krafti. En það gekk samt brösuglega, dómarinn í málinu fór í leyfi og þá lenti málið aftur á byrjunarreit. Það leið langur tími í óvissu. Og ótta við manninn. Það var ekki fyrr en síðla sumars, eftir marga ára baráttu, að Gugga vann fullt forræði yfir börnunum.

Ingi barðist einnig um forræði yfir elstu dóttur hans, sem flytur með fjölskyldunni til Spánar. Yngri tvö börn hans búa í Osló. Vann hann forræði yfir dóttur sinni í sumar.

Lesa má sögu þeirra í heild á Facebook-síðunni: Við erum hér líka.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -