Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Guðmundur Felix settist með fartölvu í fyrsta sinn-MYNDBAND: „Takk æðislega fyrir allar kveðjurnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Felix Grétarsson settist í fyrsta sinn í stól í dag eftir hina undraverðu aðgerð þegar á hann voru græddir nýir handleggir. Um leið komst hann í fyrsta sinn í fartölvuna sína og á netið. Hann er gífurlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent honum fallegar baráttukveðjur undanfarið.

Guðmundur birti rétt í þessu færslu á vegg sínum á Facebook:

„Úff. Fyrsti dagurinn þar sem ég get loksins setið í stól og komist á netið. Ég er búinn að vera fara í gegnum kveðjurnar frá ykkur. Hvílíkt magn af kveðjum. Ég næ ekki að svara öllum nánar en sendi ykkur bara þumalinn. Takk æðislega fyrir allar kveðjur, þetta er magnað,“ segir Guðmundur í

Guðmundur birti á dögunum myndir af ágræddum handleggjum sínum í fyrsta sinn eftir að umbúðir og saumar voru fjarlægðir. Hann er sá fyrsti í heiminum til að fá grædda á sig handleggi annars manns og var það gert nákvæmlega 23 árum eftir að hann missti báða hendleggi sína í slysi. Guðmundur Felix birtir myndirnar nýverið og með þeim fylgi eftirfarandi text:
„Svona lítur þetta út eftir að saumarnir voru teknir í dag.“
Myndir af hinum nýju hendleggjum Guðmundar Felix getur þú séð hér. Myndbandið þegar Guðmundur komst loksins á netið í dag er hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -