Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Hreyfing í máli Gylfa: „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsti varaformaður utanríkisnefndar, Njáll Trausti Friðbertsson, ætlar að óska eftir betri upplýsingum um mál Gylfa Þór Sigurðssonar knattspyrnumanns hjá nefndinni.

Í gær kom fram að óskað hefði verið eftir því að utanríkisráðherra, sem og hennar ráðuneyti, myndu hjálpa við að Gylfi fengi flutt lögheimili sitt til Íslands.

Eins og alþjóð veit var Gylfi handtekinn í júlí í fyrra á Englandi, og er grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Gylfi Sig

Málið hefur verið í rannsókn allan þennan tíma, en Gylfi hefur verið í farbanni frá Englandi síðan þá:

„Þetta er leiðindamál með Gylfa í Bretlandi. Auðvitað er Bretland réttarríki með sína dómstóla og fer með sín mál, íslensk stjórnvöld fara varla beint í að skipta sér með beinum hætti að því. Utanríkisráðuneytið er hins vegar með sína borgaraþjónustu og kemur að með almennum hætti fyrir alla Íslendinga, hvort sem þeir eru þekktir eða óþekktir. Það sem er náttúrulega leiðinlegt í þessu máli er þessi tímalengd sem er ótrúleg,“ sagði áðurnefndur Njáll í útvarpsþættinum Í Bítinu á Bylgjunni núna í morgun.

Gylfi hefur beðið eftir niðurstöðu lögreglu í fimmtán mánuði og hefur lengd rannsóknarinnar vakið mikla athygli:

- Auglýsing -

„Þetta eru orðnir fimmtán mánuðir. Auðvitað getur maður líka velt því fyrir sér að atvinnumannaferill í knattspyrnu stendur nú kannski yfir í 10-15 fimmtán ár í mesta lagi. Þarna er verið að stytta þann feril mjög mikið nú þegar þetta eru orðnir fimmtán mánuðir og fyrir hvaða manneskju sem er, er það erfitt að standa í þessum aðstæðum í svona gríðarlega langan tíma. Auðvitað á viðkomandi aðili rétt á því, sama hvernig málið fer, að tala fyrir sínum réttindum, fá bætur eða eitthvað í þá áttina, ef illa hefur verið farið með viðkomandi.“

Þáttastjórnandinn Heimir Karlsson bætti við:

„Maður hefur séð aðrar ríkisstjórnir beita sér fyrir eða hjálpa þegnum sínum sem hafa lent í fangelsum hér og þar um allan heim.“

- Auglýsing -

Njáll segir að málið snúist fyrst og síðast um mannréttindi Gylfa:

„Ég er ekki löglærður maður, en auðvitað snýst þetta um mannréttindi og við þurfum að fylgja málinu. Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hver staðan er í þessu máli, hvað sé hægt að gera. Mig grunar, miðað við það sem maður hefur kynnt sér í sambærilegum málum í gegnum tíðina, að þarna erum við að vinna með okkar nánustu bandamönnum eða vinaþjóðum. Þær eru með sitt kerfi. Ég skal svo sannarlega reyna fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og það hvernig farið er með svona mál. Það sem er hins vegar mikilvægt í þessu er að þetta gildir fyrir alla, það er punkturinn sem við verðum alltaf að hafa í huga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -