Laugardagur 14. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

„Hvert mannsbarn veit að Sjálfstæðisflokkurinn og fulltrúar hans eru frægir fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hverjum datt í hug að næsta útspil Sjálfstæðisflokksins væri að tengjast félagi sem hefur stundað það að múta stjórnmálafólki fátækrar þjóðar til þess að eiga auðveldara með að arðræna hana og neita svo að borga af arðráninu skatta? Flokkurinn þekkir það vel að fela peninga í aflandsfélögum til þess að þurfa ekki að borga réttláta skatta. Ég hélt að sjálfstæðismenn létu sér duga að arðræna okkur Íslendinga. En nei, betur má ef duga skal til þess að fóðra þessa ómettandi græðgismaskínu sem þekkir engin takmörk,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur í pistli í Mannlíf.

Greinir Dóra Björt frá því að fyrir borgarstjórnarkosningarnar hafi Píratar sagt að þeir vildu ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum því Píratar treystu honum ekki.

„Þetta fannst fulltrúum flokksins ósmekklegt og kröfðust rökstuðnings. En ég hló nú bara enda veit það hvert mannsbarn að Sjálfstæðisflokkurinn og fulltrúar hans eru frægir fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu. Það er orðið daglegt brauð að sýnt sé fram á spillingu kjörinna fulltrúa stærsta flokks landsins án þess að það hafi neinar afleiðingar. Pælið í því hvað það er klikkuð staðreynd.“

Segir Eyþór ekki koma heiðarlega fram

„Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins virðist eiga að fá að sitja áfram þar sem risaspillingarmál er rannsakað og vinur ráðherrans er höfuðpaur málsins í félagi sem ráðherrann tengist beinum hætti. Eyþór Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, hefur verið margsaga. Hann hefur hvorki komið heiðarlega fram né lagt spilin á borðið og þó hefur hann fengið fjölmörg tækifæri til þess,“ segir Dóra Björt og bætir við að Eyþór hafi rokið af borgarstjórnarfundi þegar hún vakti máls á Samherjamálinu.

„Oddviti Sjálfstæðisflokksins í stærsta sveitarfélagi landsins virðist eiga að fá að komast upp með að fá að gjöf hundruðir milljóna frá félagi sem allt bendir til að hafi mútað stjórnmálafólki án þess að hann þurfi að svara fyrir það. Þá hlýtur bara allt að vera leyfilegt í Sjálfstæðisflokknum. Svo gera sjálfstæðismenn lítið úr okkur pírötum fyrir að ljá máls á þeirri einföldu staðreynd fyrir kosningar að þeim sé ekki treystandi.“

„Markmiðið er að almenningur venjist spillingu sem ósköp eðlilegum hluta af stjórnmálunum. Það nýjasta í vopnabúri Sjálfstæðisflokksins sem fer að verða kunnuglegt stef er að segja þá sem benda á spillingu og ósiðlegt athæfi hafa brotið siðareglur.“

- Auglýsing -

Sjálfstæðisflokkur beitir klassískum varnarviðbrögðum

Dóra Björt segir klassísk varnarviðbrögð Sjálfstæðisflokksins vera að gera lítið úr gagnrýni og sýna af sér hneykslun og móðgunargirni. „Markmiðið er að almenningur venjist spillingu sem ósköp eðlilegum hluta af stjórnmálunum. Það nýjasta í vopnabúri Sjálfstæðisflokksins sem fer að verða kunnuglegt stef er að segja þá sem benda á spillingu og ósiðlegt athæfi hafa brotið siðareglur,“ segir Dóra Björt og segir Eyþór Arnalds hafa lýst því yfir að hana skyldi draga fyrir forsætisnefnd því hún hafi brotið siðareglur með því að benda á staðreyndir.

„En siðareglur eru ekki, eins og Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda, samkomulag stjórnmálastéttar um samtryggingu sem hægt er að nota til að þagga niður í gagnrýni og eðlilegum spurningum.

- Auglýsing -

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sérhagsmuna, spillingar og yfirgengilegrar græðgi. Fulltrúarnir svífast einskis. Við lofuðum að vinna ekki með Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningar og höfum aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Allra síst undanfarna daga.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -