11 vilja verða forstjóri Umhverfisstofnunar

Deila

- Auglýsing -

Ellefu umsækjendur voru um embætti forstjóra Umhverfisstofnunar, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar þann 12. október síðastliðinn og var umsóknarfrestur til 28. október.

Umsækjendur eru:

Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri
Hlynur Sigursveinsson, fv. sviðsstjóri
Hörður Valdimar Haraldsson, framtíðarfræðingur
Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður
Kristján Geirsson, verkefnisstjóri
Kristján Sverrisson, forstjóri
Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur
Maríanna Hugrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri
Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Svavar Halldórsson, sjálfstæður markaðsráðgjafi

Valnefnd mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra.

 

- Advertisement -

Athugasemdir