Laugardagur 14. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Andri Snær segir „jákvæða“ frétt Morgunblaðsins um aukna notkun áls vera tímaskekkju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andri Snær Magnason segir einnota umbúðir úr áli ekki vera lausnina í baráttunni gegn plasti.

 

„Mesta tímaskekkja í heimi,“ skrifar rithöfundurinn Andri Snær Magnason á Twitter um frétt Morgunblaðsins um aukna notkun áls í drykkjarumbúðir á kostnað plasts.

Í frétt Morgunblaðsins segir að þessi þróun gæti styrkt út­flutn­ing á áli frá Íslandi á næstu árum þar sem bandarískir matvörurisar séu farnir að nota ál í drykkjarumbúðir í auknum mæli í ljósi umræðunnar um plastmengun.

Andri furðar sig á fréttinni og segir að ál sé ekki góð staðkvæmdarvara fyrir plast. „Jákvæð frétt um aukna einnota umbúðanotkun í landi með glæpsamlega lélega endurvinnslu er mesta tímaskekkja í heimi. Ál er ekki góð staðkvæmdarvara fyrir plast. Ameríka hendir áli sem gæti endurnýjað fjórfaldan flugflotann árlega,” skrifar Andri á Twitter.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -