Föstudagur 13. september, 2024
10.8 C
Reykjavik

Brotaþoli lifir í ótta meðan dæmdur gerandi gengur laus: „Ég vil vara aðrar konur við þessum manni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég vil bara vara aðrar konur við þessum manni. Mig langar til að gera það sem ég get til þess að koma í veg fyrir að hann geti meitt einhvern aftur.“

Þetta segir kona sem var nauðgað í mars árið 2019. Gerandinn var sakfelldur fyrir brotið í Landsrétti í febrúar síðastliðnum, en rétturinn staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir honum.

Allt bendir til þess að brotið hafi verið framið að yfirlögðu ráði. Brotaþoli þekkti manninn ekki og gat enga björg sér veitt sökum ölvunarástands og svefndrunga.

Nafn mannsins var birt í dómi Landsréttar. Hann heitir Augustin Dufatanye, en er betur þekktur undir nafninu Auggie Duffy. Hann hefur verið virkur í barsenu Reykjavíkur um árabil, rekið kaffihús og komið fram í fjölmiðlum. 

Hann gengur enn þá laus og hefur samkvæmt heimildum óskað eftir því að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Brotaþoli lýsir þeim kvíða og óöryggi sem því fylgir að fá litlar sem engar upplýsingar um gang málsins, né þá heldur um það hvenær sá sem braut á henni komi til með að hefja afplánun. Hún hefur þurft að bera sig eftir öllum upplýsingum upp á eigin spýtur og er orðin uppgefin. Konan segist geta átt von á því að mæta honum hvar og hvenær sem er; hún sé aldrei óhult. Nýverið sá hún Auggie Duffy á gangi fyrir utan vinnustað hennar og fann fyrir miklum einkennum áfallastreitu í kjölfarið. Hún lokaði sig inni á vinnustaðnum um langa hríð og þorði ekki út.

Eftir að dómur Landsréttar var birtur hafa fleiri sögur um manninn tekið að líta dagsins ljós, meðal annars á samfélagsmiðlum. Mannlíf hefur rætt við nokkra þeirra einstaklinga sem hafa sögur að segja af meintri hegðun Auggies Duffy og mála þeir vitnisburðir dökka mynd af manni sem virðist eiga langa sögu um vafasama hegðun. Þeir sem blaðamaður Mannlífs ræddi við hafa óskað eftir nafnleynd. Sumir þeirra segjast óttast manninn.

- Auglýsing -

 

Greinina má lesa í nýjasta tímariti Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -