Föstudagur 24. mars, 2023
-2.3 C
Reykjavik

Diljá fær ekki að fara í árlega leghálsskimun: „Computer says no“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Diljá Sigurðardóttir brá í brún er hún mætti í leghálsskimun en henni var sagt að sýninu yrði hent í ruslið.

Í færslu á Facebook sem vakið hefur nokkra athygli, segir Diljá Sigurðardóttir frá því að hún hafi greinst 22 ára með frumubreytingar í leghálsi. Þær hafi svo farið á sjálfu sér eftir nokkur ár en hún hafi verið í hálfs árs eftirliti til að byrja með eftir það en svo boðuð í eftirlit á árs fresti. Þar til núna að því er virðist. Henni fannst skrítið að hafa ekki fengið boð þetta árið og pantaði sjálf tíma. Þegar í tímann var komið hafi hjúkrunarfræðingurinn sem tók á móti henni litið á upplýsingar á tölvuskjá og svo tjáð henni að of stutt sé síðan hún kom síðast í skimun og að ef sýni yrði tekið núna, myndi það enda í ruslinu. Spyr Diljá að lokum: „Er gjörsamlega ómögulegt að leyfa konum að hafa snefils stjórn á eigin heilsu?“

Diljá gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta eftirfarandi færslu hennar:

„Þegar ég var 22 ára greindist ég með frumubreytingar í leghálsi. Frumubreytingarnar fóru á endanum af sjálfu sér en það tók tvö til þrjú ár og var mjög stressandi tími. Sem betur fer var ég í hálfs árs eftirliti til að byrja með sem varð svo að árlegu eftirliti fram til dagsins í dag – eða svo hélt ég.

Ég var ekki búin að fá boðun í ár svo ég ákvað að hringja og bóka tíma, tíma sem ég fékk 13. mars. Ég mætti í tímann, hjúkrunarfræðingurinn rýndi í tölvuskjáinn og tilkynnti mér að hún gæti ekki skoðað mig, það væri svo stutt síðan sýni var tekið seinast að nýju sýni yrði bara hent í ruslið. Ha, RUSLIÐ?? Hún kinkaði vandræðalega kolli og sagði að ég gæti bara komið á 3 ára fresti, að ég gæti ekki heldur farið til kvensjúkdómalæknis til að fá skoðun, sýnin færu öll á sama stað og þeim væri fleygt ef of stutt væri á milli skimana. Hún sagði mér að það væri hægt að fara í bólusetningu gegn HPV ef maður væri eitthvað stressaður, það kostaði reyndar 90 þúsund krónur.
Konur mega sem sagt ekki fara í árlega leghálsskimun, en eiga um leið að borga tæpan 100 þúsund kall úr eigin vasa ef þær vilja auka eigin varnir gegn leghálskrabbameini í formi bólusetningar. Ef kona hefur áhyggjur, vill vera í árlegu eftirliti og er tilbúin að borga einkaaðila, þá er það ekki heldur hægt – Computer says no.
Ég fór inn á Facebook-hópinn “Aðför að heilsu kvenna” og lýsti þessu atviki. Fjöldi kvenna hafði sömu eða verri sögu að segja, þar sem þær fá ekki skimun með nokkru móti, jafnvel þegar þær finna fyrir alvarlegum einkennum.
Er gjörsamlega ómögulegt að leyfa konum að hafa snefils stjórn á eigin heilsu?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -