2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Segir stjórnendur þurfa að íhuga að stöðva rekstur

Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður TravelCo og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir stjórnendur Icelandair Group mögulega þurfa að skoða að stöðva rekstur á meðan ferðabann bandarískra stjórnvalda vari.

Hann segir stjórnendur félagsins annað hvort þurfa að skoða stöðvun á rekstri eða að draga framboð verulega saman vegna ferðabannsins. Þetta segir hann í samtali við Markaðinn í Fréttablaðinu.

Hann segir ljóst að ferðabannið sem Trump kynnti í vikunni muni hafa mikil áhrif og að aldrei verði sjálfbært að fljúga með tómar flugvélar.

„Flugið á milli Evrópu og Bandaríkjanna vegur svo þungt í rekstri félagsins að ferðabannið eitt og sér hefur áhrif á um og yfir fimmtíu prósent af daglegum rekstri félagsins,“ er haft eftir Jóni í grein Markaðarins. Hann spáir því einnig að fólk muni fara rólega af stað með það að bóka ferðir erlendis eftir að faraldurinn gengur yfir.

AUGLÝSING


Í tilkynningu Icelandair segir að flugfélagið ætli að halda sinni flugáætlun óbreyttri til áfangastaða í Bandaríkjunum dagana 12. og 13. mars. „Við erum að skoða ítarlega þau áhrif sem þetta hefur á áætlunarflug okkar til Bandaríkjanna og munum koma upplýsingum áleiðis til viðskiptavina okkar um leið og mögulegt er, varðandi áhrif sem þetta kann að hafa á ferðaætlanir þeirra,“ segir einnig.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum