Miðvikudagur 24. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Elísabet Ormlev um yfirlýsingu Péturs Arnar: „Ég hef ekki fengið neina afsökunarbeiðni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Elísabet Ormslev segir að henni hafi ekki borist formleg afsökunarbeiðni frá Pétri Erni Guðmundssyni, og tístir að hún fagni allri sjálfsvinnu en að hún leggi ekki opinberar yfirlýsingar að jöfnu við persónlega afsökunarbeiðni. Elísabet Ormslev ritar:

„Að gefnu tilefni: Ég hef ekki fengið neina afsökunarbeiðni. Ég fagna allri sjálfsvinnu og vilja til betrumbætingar en ég legg ekki opinberar yfirlýsingar að jöfnu við persónulega afsökunarbeiðni.“

Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um Fésbókarfærslu frá Pétri þar sem hann segist harma að hafa sært Elísabetu og það hafi aldrei verið ásetningur hans í þau ellefu ár sem þau áttu í samskiptum.

Í febrúar í fyrra opnaði Elísabet sig um samband þeirra Péturs sem hófst þegar hún var 16 ára og hann, meira en helmingi eldri, 38 ára. Hún sagði samband þeirra hafa einkennst af ofbeldi og umsátri og að Pétur væri enn að sitja um hana. Í kjölfarið var Pétri vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttir.

Sjá nánar:

Pétur Örn segir samband sitt við „unga manneskju“ hafa verið dómgreindarleysi: „Ég sé eftir þessu“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -