Föstudagur 11. október, 2024
-1.5 C
Reykjavik

Fjöldi ferðalanga fastir í Grímsey: „Höfum á tilfinningunni að öllum sé drullusama um þessa eyju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ferjan sem siglir með fólk á milli Dalvíkur og Grímseyjar, var föst í Dalvíkurhöfn í dag vegna bilana. Fjöldi fólks sem átti bókað flug úr landinu sat fast í Grímsey.

Mbl. sagði frá biluninni í Grímseyjarferjunni Sæfara en hann hóf aftur siglingar á miðvikudaginn eftir að hafa verið í slipp í tíu vikur. Fimm sinnum í viku siglir Sæfari til Grímseyjar í sumar. Átti ferjan að leggja af stað frá Dalvík klukkan 9 í morgun og koma að Grímseyjarhöfn klukkan 12.

Morgunblaðið hafði það eftir Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdarstjóra þjónustusviðs hjá Vegagerðinni var stefnt á að sigla aftur til Grímseyjar klukkan 15 í dag.

Halla Ingólfsdóttir sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Arctic Trip í Grímsey er síður en svo sátt en hún segir ástandið á samgöngum til og frá eyjunni vera slæma, sér í lagi vegna þess að það er engin önnur leið til að komast af eyjunni.

„Ég er bara ósátt við það að við fáum ekki nýja ferju,“ seg­ir Halla í sam­tali við mbl.is en Sæfari, sem hugsaður var til bráðabrigða, er orðinn 15 ára gamall.. „Það er hóp­ur hér fast­ur sem er að fara af landi brott og treysti á að kom­ast af land­inu í dag.“

Sagði hún einnig að hún viti ekki hvort Vegagerðin, sem sjái um rekstur ferjunnar, muni útvega fólkinu sem strandaði á eyjunni, flugvélar.

- Auglýsing -

„Það er aldrei til plan-b,“ seg­ir hún. „Ferj­an kom á sín­um tíma bara handónýt til lands­ins og það kostaði mikið að gera hana þokka­lega og okk­ur var sagt að hún yrði bara bráðabirgðaskip.“

„Við höf­um það svo­lítið á til­finn­ing­unni að það sé öll­um al­veg drullu­sama um þessa eyju,“ seg­ir hún. „Vest­manna­ey­ing­ar væru orðnir klikkaðir ef þetta bitnaði á þeim.“

Halla segir að ferðaþjónustutímabilið á Íslandsi sé stutt en jafnvel enn styttra í Grímsey. „Núna erum við búin að missa all­an apríl og all­an maí [vegna þess að skipið fór í slipp], við erum kom­in inn í miðjan júní og þá er ferj­an biluð,“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -