Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Geirdís verið fátæk allt sitt líf og býr í húsbílnum: „Það er ansi kalt að fara á fætur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er ör­yrki með tekjur frá Trygginga­stofnun og er að fá 225 þúsund út­borgað þaðan á mánuði. Þannig að ég er ekki einu sinni með laun til þess að vera á leigu­markaði vegna þess að ég get ekki staðið undir mánaðar­legum af­borgunum af leigu,“ segir Geir­dís Hanna Kristjáns­dóttir, 47′ ör­yrki í höfuðborginni.

Undanfarin 2 og 1/2 ár hefur Geirdís búið í hjól­hýsa­byggðinni í Laugar­dalnum. í húsbíl sem hún á sjálf. Hún fær hins vegar ekki að hafa það lögheimili og er því í raun skráð heimilis­laus sam­kvæmt kerfinu. „Ég bý í mínu eigin hús­næði og engum háð nema sjálfri mér,“ segir Geirdís Hanna.

Geirdís var næstyngsta barn einstæðrar móður sex barna og sjálf varð hún einstæð móðir með þrjú börn á framfæri. Allt sitt líf hefur hún verið fátæk og kýs í dag að búa í sendibíl í Laugardalnum. Í viðtali við Mannlíf sumarið 2020

„Ég skulda ekkert og hef ekki gert í þónokkuð mörg ár en ég er enn í þeirri stöðu að velta fyrir mér hverri krónu til að hámarka verðgildi hennar. Sem öryrki má ég hvorki eiga sparifé né fá greiðslur úr lífeyrissjóði án þess að það skerði örorkulífeyrinn frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég þurft að velja á milli þess að borga reikningana eða kaupa í matinn, kaupa mat eða nauðsynleg lyf, kaupa föt á börnin eða mig, velja tannheilsu barnanna eða mína eigin, leyfa börnunum að æfa íþróttir eða fara með þeim í stutt frí innanlands og leigja mér húsnæði eða lifa án fjárhagsáhyggna,“ segir hún og heldur áfram.

„Í dag bý ég í sendibíl sem var breytt í húsbíl vegna þess að ég kýs að lifa, en ekki bara lifa af. Ég var fátæk áður en ég varð öryrki, vann láglaunastörf með þrjú börn á framfæri og í stöðugum afkomuótta. Ég hef glímdt við kvíða og þunglyndi frá barnæsku, lent í nokkrum bílslysum sem orsökuðu stoðkerfisvanda og lenti í líkamsárásum sem höfðu bæði andlegar og líkamlegar afleiðingar.“

Geirdís segir því enn fylgja skammarstimpill hér á landi að vera öryrki. „Já, því miður. Ég er í 50% starfi og mörgum finnst að fyrst ég geti það þá geti ég alveg unnið 100% starf. Vistin í bílnum er í megindráttum mjög góð. Á veturna eru snjóbuxurnar og þykka úlpan á vísum stað. Á köldustu dögum og nóttum hefur orðið mjög kalt og einn morguninn voru rúðurnar hélaðar að innan. Það er ansi kalt að fara á fætur stundum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -