Hátt í 1.400 látnir af völdum kórónaveirunnar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hátt í 1.400 eru nú látnir á heimsvísu af völdum kórónaveirunnar COVID-19 og yfir 60 þúsund smitaðir. Þetta kemur fram í upplýsingum bandaríska háskólans Johns Hopkins sem safnar saman gögnum um veiruna frá öllum heimshlutum.

Heilbrigðisyfirvöld í Hubei, þar sem veiran er talin upprunin, hafa sagt frá því að yfir 240 manns hafi látið lífið þar í gær. Eins hafa þau greint frá nærri 15 þúsund nýjum tilfellum.

Þess má geta að samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum Johns Hopkins háskólans hafa nærri sex þúsund manns jafnað sig á veirunni. Frá þessu er greint á vef RÚV.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Þegar tryggingar snúast um fólk

Tryggingafélagið VÍS hefur nýlega vakið athygli fyrir að boða nýjung á bílatryggingamarkaði, svokallaðan Ökuvísi. Ætlunin er að...