2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hundrað færri flugmenn hjá Icelandair í sumar

„Þetta hef­ur ekki gerst hjá okk­ur í 10 ár að það séu ekki all­ir flug­menn Icelanda­ir í vinnu yfir sum­ar­tím­ann,“ seg­ir Örn­ólf­ur Jóns­son, formaður Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna.

Flug­menn Icelanda­ir verða í sumar 100 færri en áætlað var. Þar ræður áframhaldandi kyrrsetning Boeing 737 MAX-þota fé­lags­ins, en eins og kom fram í vikunni munu þær ekki kom­ast í notk­un fyr­ir háannatíma sum­ars­ins. Fé­lagið verður með 41 vél í notk­un í sum­ar í stað 46 í fyrra. „Þetta sýn­ir hve stórt vanda­málið er í tengsl­um við þessa kyrr­setn­ingu,“ seg­ir Örn­ólf­ur

Hann tekur fram að menn í stétt­inni hafi þó áfram til­trú á flug­vél­um Boeing en kyrr­setn­ing­ar­málið allt sé þó mik­ill álits­hnekk­ir fyr­ir fram­leiðand­ann.

Mbl.is greinir frá þessu og vitnar þar í Morgunblaðið í dag.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum