Mánudagur 6. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Illugi hundskammar íslenska íþróttafréttamenn: „Sambland af grúpíum og talsmönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson sendir íþróttafréttamönnum pillu.

Í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook veltir Illugi Jökulsson sér fyrir hæfni og getu íþróttafréttamanna á Íslandi. „Íþróttafréttamenn eru stundum svo skrýtnir að það er mikil spurning hvort þeir geti yfirleitt kallast fréttamenn,“ skrifar Illugi og vísar í frétt á Fótbolti.net þar sem íþróttafréttamennirnir Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræða fjármál KR í hlaðvarpsþætti. „Alltof oft telja þeir sér sæma að vera eitthvert undarlegt sambland af grúpíum og talsmönnum íþróttarinnar, en skyldur þeirra sem fréttamenn eru bersýnilega engar. Hér er dæmi. Tveir íþróttafréttamenn tala undir rós um einhvern fjársterkan aðila, sögusagnir um miklar upphæðir og hælast um að því hve mikið þeir viti — en segja ekki frá því. Fádæma asnalegt.“

Undir þetta tekur bókaútgefandinn, kaffihúsaeigandinn og Þróttarinn Ásmundur Helgason. „Já þetta er skrítið. Eins og var með Kórdrengi – allir vissu en enginn skrifaði,“ skrifaði Ásmundur undir færslu Illuga. „T.d. það að félagið var með rekstrarkostnað upp á 1.200.000 eitt árið fyrir fjórum eða fimm árum, þannig að allt umfram þetta var greitt svart. Sem önnur lið komast ekki upp með. Lítið dæmi. Ég væri til í að einhver skrifaði um þetta. Um tíma vonuðust önnur lið í Lengjudeildinni til þess að Kórdrengir kæmust upp í efstu deild því þá gæti KSÍ ekki hunsað þetta lengur,“ svaraði Þróttarinn þegar Illugi spurði hann nánar út í hvað hann ætti við.

Þeir einstaklingar sem taka þátt í umræðunni virðast vera sammála Illuga um gæði íþróttafréttamanna á Íslandi séu ekki mikil. Í umræðunni eru þeir gagnrýndir fyrir að vera illa skrifandi, sjálfhverfir og ófaglegir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -