Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Inga um ráðningu Karls Gauta: „Þetta er sennilega eitt af síðustu embættisverkum Jóns Gunnarssonar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Sæland segist skilja orð bæjastjóra Vestmannaeyja vegna ráðningar dómsmálaráðherra á lögreglustjóra í Eyjum.

Formaður Flokks fólksins, Inga Sæland segir í samtali við Mannlíf að hún skilji vel orð Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjar, vegna ráðningar Karls Gauta Hjaltasonar í stöðu lögreglustjóra í Eyjum. Íris skrifaði færslu þegar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tilkynnti hinn nýja lögreglustjóra Vestmannaeyja en Karl Gauti var í hópi þingmanna sem sýndi meðal annars af sér kvenfyrirlitningu á Klausturbar árið 2018 en Íris barst í tal hjá hópnum. Bergþór Ólafsson, þingmaður Miðflokksins sagði þetta um hana: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“

Íris sagðist í færslu sinni á Facebook ætla að vinna með hinum nýskipaða lögreglustjóran en bætti því við að dómsmálaráðherra þætti þetta rétt og smekkleg niðurstaða „eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi.“

Mannlíf heyrði í Ingu Sæland en hún rak Karl Gauta úr Flokki fólksins þegar upptökur af samtali þingmannanna birtust í fjölmiðlum. „Ég hef ekkert um þetta að segja því ég er á kafi í þessari vantrauststillögu, við erum að skrifa undir núna og það er bara allt í action hérna núna. Ég hef eiginlega ekki fylgst með þessu en ég verð að segja þér eitt jú, þetta er sennilega eitt af síðustu embættisverkum Jóns Gunnarssonar sýnist mér, það er að skipa þennan mann og ég segi bara að ég skil bæjarstjórann mjög vel og þau ummæli sem hún hefur látið falla.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -