Miðvikudagur 29. júní, 2022
12.8 C
Reykjavik

Ítrekaður framúrakstur og hraðakstur við leikskóla – Foreldrafélag segir mikla hættu skapast

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í bréfi frá stjórn foreldrafélags Breiðagerðisskóla til Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða kemur fram að stórhætta skapist á hverjum degi við skólann og leikskólann Jörfa við Hæðargarð. Foreldrafélagið segir í bréfinu frá hraðakstri í hverfinu og tók Íbúaráð undir bréfið.
„Borið hefur á því að bílstjórar auki hraðann mikið á milli hraðahindrana og taki jafnvel fram úr bifreiðum sem keyra á löglegum hraða,“ segir meðal annars í bréfi foreldrafélagsins en Íbúaráð hefur hvatt skipulags- og samgönguráð borgarinnar til að taka erindið til greina eins fljótt og auðið er og efla umferðaröryggi.

Hámarkshraði í Hæðargarði er 30 kílómetrar á klukkustund en mælingar lögreglu hafa sýnt og sannað að um helmingur bílstjóra keyra of hratt um götuna. „Öryggi gangandi vegfarenda hlýtur að vega þyngra en hagsmunir ökumanna af því að komast örlítið hraðar á milli staða,“ segir þá í bréfi Íbúaráðs til borgarinnar og leggja þau til að bæta við hraðahindrunum eða loka götunni á móts við leikskólann.
Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -