Fimmtudagur 2. maí, 2024
8.1 C
Reykjavik

Jarðhræringar halda áfram: „Líklegra en ekki að þetta endi með gosi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fólk getur búist við eldgosi samkvæmt Þórhalli Ragnarssyni, jarðfræðingi, sem Mannlíf ræddi við. 

Mikil jarðskjálftahrina hefur gengið yfir í dag eins og Íslendingar á suðvesturhorni hafa fengið að kynnast og hafa fleiri en 1.700 mælst síðan í gær. Stærsti jarðskjálftinn sem mælst hefur hingað til var 4,8 á stærð og hefur alþjóðlegum litakóða fyrir millilandaflug verið breytt í appelsínugulan.

„Þessir jarðskjálftar síðustu daga tengjast kvikuhreifingum og eru að mælast á frekar grunnu dýpi.“ segir Þórhallur um ástæður jarðskjálftanna. Þegar Þórhallur var spurður um framhaldið og við hverju fólk mætti búast við sagði hann: „Ég býst við að skjálftahrinan haldi áfram næstu daga/vikur á meðan kvikan er að reyna að troða sig í gegn um jarðskorpuna.“

Þórhalli þykir atburðarrásrásin benda til þess að gos sé í vændum. „Það er alltaf erfitt að segja til um hvort það sé að hefjast gos. En miðað við að atburðarrás fyrri gosa á þessu svæði, árin 2021 og 2022, er keimlík  því sem er að gerast núna, þá er líklegra en ekki að þetta endi með gosi.“ segir Þórhallur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -