Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Kallar Davíð lítinn karl: „Lumar ekki Davíð á fimmaurabrandara um þá staðreynd?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Arnarsson hagfræðingur og fyrrum blaðamaður Fréttablaðsins sáluga rífur Davíð Oddsson ritstjóra Morgunblaðsins í sig í pistli á Hringbraut. Pistilinn kallar hann „Lítill karl getur ekki leynt þórðargleði sinni“.

Pistillinn birtist á dögunum en þá hafði starfsemi Fréttablaðsins verið stöðvuð og þannig um 70 manns misst vinnuna. Segir Ólafur að Davíð Oddsson hafi á árum áður verið þekktur fyrir húmor en nú sé öldin önnur, bókstaflega. Nú hafi kímnigáfa Davíðs að mestu komið fram í „æ þynnri fimmaurabröndurum“. Greinilegt er á pistlinum að Ólafi er ekki hlátur í huga.

Segir hann að á meðan aðrir fjölmiðlar hafi talað um áfall vegna endaloka Fréttablaðsins, hafi Davíð ekki getað ráðið við sig af kæti og það hafi sést í Reykjavíkurblaði Morgunblaðsins.

„Senn kemur röðin að Morgunblaðinu sem þó lifir lengst og lifir enn vegna þess að íslenskir ríkisbankar hafa tvívegis fellt niður margra milljarða skuldir þess. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Á núverandi verðlagi nema þessar niðurfellingar meira en tíu milljörðum króna,“ segir Ólafur í pistli sínum. Þá bendir hann að lokum á hrap á upplagi Morgunblaðsins sem er komið niður í 11.000 eintök en var um 55.000 um síðustu aldarmót. „Lumar ekki Davíð á fimmaurabrandara um þá staðreynd?“ spyr Ólafur að lokum.

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Hin síðari ár hefur svokölluð kímnigáfa Davíðs Oddssonar mest komið fram í æ þynnri fimmaurabröndurum.

- Auglýsing -

Á síðustu öld var hann stundum þekktur fyrir húmor og átti alveg góða spretti. Svo virðist hins vegar sem sá eiginleiki hafi ekki fylgt honum inn í 21. öldina, ekki frekar en margt annað sem sat eftir við aldamótin.

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins nú um helgina reynir öldungurinn að slá um sig með næfurþunnum fimmaurabrandara þegar hlakkar í honum vegna þess að 70 manns misstu vinnuna á föstudaginn.

Allir íslenskir fjölmiðlar hafa tjáð sig um endalok Fréttablaðsins og telja þau áfall fyrir lýðræðið og tjáningarfrelsið í landinu. Davíð ræður sér hins vegar ekki fyrir kæti og virðist gera sér vonir um að við þetta vænkist hagur Morgunblaðsins eitthvað. Þar er hann enn í dagvistun, alla vega hluta úr degi.

- Auglýsing -

Pappírsfjölmiðlar í heiminum, og ekki síður á Íslandi, eru deyjandi eins og örlög Fréttablaðsins sýna. Blaðið bætist þá við meira en tíu önnur blöð sem farið hafa sömu leið. Senn kemur röðin að Morgunblaðinu sem þó lifir lengst og lifir enn vegna þess að íslenskir ríkisbankar hafa tvívegis fellt niður margra milljarða skuldir þess. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Á núverandi verðlagi nema þessar niðurfellingar meira en tíu milljörðum króna.

Önnur blöð á Íslandi hafa ekki notið þeirrar þjónustu ríkisbankanna að fá milljarða á milljarða ofan af skuldum við þá fellda niður. Einhverjir myndu kalla þessar niðurfellingar ríkisbanka veglegan ríkisstuðning.

Um síðustu aldamót var Morgunblaðið selt í 55.500 eintökum, samkvæmt staðfestum upplýsingum frá Verslunarráði Íslands á þeim tíma.

Þegar Fréttablaðið kom til sögunnar hrundi upplag Moggans jafnt og þétt – þó aldrei eins mikið og þegar Davíð Oddsson var tekinn þar inn. Þá fuku 10.000 áskrifendur út um gluggann á nokkrum dögum. Nú er upplag blaðsins komið niður í ellefu þúsund eintök.

Lumar ekki Davíð á fimmaurabrandara um þá staðreynd?

– Ólafur Arnarson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -