Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Kettir drepnir í dýragildrum á lóð Snarfara: „Ég á ekki til orð hvað þetta er mikil mannvonska“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum stjórnarmaður hjá siglingakúbbnum Snarfara er gefið að sök að hafa komið fyrir dýragildrum á lóð klúbbsins með þeim afleiðingum að þar hafa kettir drepist. Í yfirlýsingu frá Snarfara er viðurkennt að undanfarin ár hafi kettir veiðst í gildrinar en að þær hafi verið settar upp til að veiða minka og að það hafi verið gert án samþykkis stjórnar.

„Það er því þyngra en tárum taki, að sú ömurlega staða hafi komið upp, að saklausir kettir hafi látist í minkagildrum sem komið hafði verið fyrir á svæði félagsins,“ segir meðal annars í tiliynningunni sem félagið birti á Facebook-síðu sinni.

Snarfari er rótgróinn siglingaklúbbur í Reykjavík fyrir skemmti- og sportbátaeigendur. Alls eru tæplega 400 félagsmenn og um 140 bátar skráðir í Snarfara. Aðalsvæði Snarfara er í Naustavogi. Þar er félagsheimili, þrjár bryggjur ásamt þjónustubryggju, rampur og þvottaaðstaða, viðgerðarskemma og stórt landsvæði fyrir bátastæði á landi svo fátt eitt sé nefnt.

Siglingaklúbburinn hafnar því hins vegar að gildrurnar hafi verið settar upp með vitund félagsins. „Gildrur þessar eru ekki og hafa ekki verið á vegum Snarfara. Stjórn Snarfara er ekki kunnugt um að neinar gildrur séu á svæði félagsins, hvorki minkagidrur né aðrar til veiða á dýrum, enda algerlega óheimilt. Stjórnin harmar þessi atvik og vill fullvissa alla hlutaðeigandi um, að hún mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að svona gerist ekki aftur,“ segir stjórn Snarfara.

Á síðu Snarfara logar allt vegna málsins og eru langflestir þeirra sem tjá sig undir færslunni þeirrar skoðunar að tilkynning stjórnarinnar sé aðeins yfirklór. Sanda Ósk er ein þeirra. „Hvernig má það vera að enginn á vegum félagsins hafi tekið eftir þessum gildrum á YKKAR svæði? Þið eruð með myndavélar að vakta svæðið allan sólarhringin. Ég á ekki til orð hvað þetta er mikil mannvonska,“ segir Sandra. Og Sandra Karen er sammála. „Eru þið búin að rannsaka þetta eitthvað nánar?? Hvað voru gildrurnar lengi þarna og hversu margir kettir hafa drepist og hvar eru hræin?,“ spyr hún.

Diðrik gefur líka lítið fyrir yfirlýsingu stjórnar Snarfara. „Ég held að þeir haldi að við séum heimsk. Það væri flott næsta skref að fá að vita hvað gildrurnar voru uppi í mörg ár, hvað þetta eru margir kettir yfir árin og hvað var gert við hræin,“ segir Diðrik. Undir þetta tekur Stefán. „Og fólk á að trúa því að þið hafið aldrei vitað neitt? Einmitt.“

- Auglýsing -

Og Sunna vill aðgerðir hið fyrsta. „Hefur þessi mađur veriđ rekinn úr félaginu? Eru minkar vandamál á svæđinu? Ef ekki finnst mér klárt mál gildran var sett til ađ veiđa ketti. Hvađ var gert viđ alla kettina sem hafa lent í gildrunni?,“ spyr Sunna. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -