Fimmtudagur 21. september, 2023
3.8 C
Reykjavik

Kópavogsbær sagður mismuna foreldrum leikskólabarna: „Það verður bara gaman að sjá“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bæjarfulltrúi í Kópavogi vill meina að þjónustustig leikskóla í bænum hefðu ekki staðist kröfur foreldra ef engu hefði verið breytt.

Mikil umræða hefur skapast í Kópavogi eftir að ákveðið var að breyta gjaldskrá leikskóla bæjarins töluvert. Samkvæmt þeim breytingum muna foreldrar barna sem dvelja skemur en sex tíma ekki þurfa borga neitt fyrir leikskólaþjónustu. Foreldrar barna sem eru með lengri dvalartíma geta átt von á tugi þúsunda hækkun fyrir hvern mánuð. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á að þetta muni kom verst niður á þeim einstaklingum sem hafa minnst milli handanna og minnstan sveigjanleika í starfi. Það virðist hins vegar litlu máli skipta ef marka má orð Andra Steins Hilmarsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, í samtali við Vísi.

„Það má ekki gleyma því að það að standa með hendur í skauti og gera ekki neitt hefði leitt af sér, að mínu mati, mjög erfiðan leikskólavetur þar sem þjónustan hefði ekki verið á pari við þær væntingar sem foreldrar gera til menntunar barna sinna og þeirrar þjónustu sem snýr að dagvistunarúrræðum.“

Andri vill meina að starfsfólk leikskólanna taki breytingunum fagnandi og veltir fyrir sér ýmsu þegar kemur að stöðu mála í leikskólamálum. „Þegar við spyrjum okkur af hverju fólk vill ekki ráða sig til starfa á leikskóla hjá okkur, af hverju eru veikindadagar svona margir, þá þurfum við að fara í einhverjar breytingar á starfsumhverfinu. Það að draga úr álagi hjá þeim foreldrum sem hafa tök á því að stytta aðeins vinnudaginn sinn, mun leiða til betri þjónustu, líka fyrir þau börn sem verða áfram átta tímana. Það er það sem skiptir mestu máli.“

Þá hafa sumir hafa bent á það að þetta þyki vera augljós mismunun hjá Kópavogsbæ að rukka ekki suma fyrir sömu þjónustu og aðrir eru rukkaðir fyrir. Einnig hefur fólk bent á ef laun leikskólastarfsmanna væru betri þá væri líklega auðveldara að manna leikskóla bæjarfélagsins. En Andri segist spenntur að sjá hvernig þessi tilraun fer.

„Aðrir geta byrjað á því að stytta um hálftíma á dag eða klukkutíma á dag og það er vel. Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -