Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Kristinn hefur áhyggjur af Facebook: „Vonandi sjá allir hættuna sem blasir við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson veltir fyrir sér stöðu fjölmiðla í dag eftir að Facebook ritskoðaði hann.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson var ritskoðaður af Facebook á dögunum en þá hafði hann birt færslu um frétt sem skrifuð var af Pulitzer-rannsóknarblaðamanninum Seymour Hersh. Frétt Hersh fjallaði um meinta spillingu yfirvalda í Úkraínu en Facebook merkti greinina sem falsfrétt.

„Fyrr í vikunni birti ég færslu hér á facebook um blaðamennsku og fjölmiðla – sem er dulítið áhugasvið mitt. Það leiðir aftur á móti til þess að liðssveinar Zuckerbergs settu alvarlega varúðarmerkingu á grein sem fylgdi færslunni og sögðu hana falsfrétt. Dreifing hennar var hindruð. Jafnframt fékk ég tilkynningu þess efnis að ef ég héldi uppteknum hætti og dreifði falsfréttum myndi Zuckerberg löggan gera mig minna sýnilegan á samfélagsmiðlinum eða grípa til róttækari aðgerða, jafnvel gera mig ósýnilegan með öllu.

Þetta er mjög skemmtilegt og fullkomið tækifæri til að fjalla aðeins meira um fjölmiðla og blaðamennsku,“ skrifaði Kristinn í upphafi færslunnar.

Eftir að hafa útskýrt ritskoðunina vildi Kristinn einblína á fjölmiðlahliðina á málinu.

Facebook er annar tveggja bandaríska netrisa sem sem soga til sín 80% af öllu auglýsingafé netsins og hafa því gengið af fréttamiðlum dauðum um heim allan, meðal annars á Íslandi. Á kóvíd tímum var þessum miðlum gefið það vald að úrskurða um lýðheilsuspillandi upplýsingamiðlun – og raunar grátbeðnir um það af stjórnvöldum. Það þótti nauðsynlegt að stemma stigu við því, á lýðheilsuforsendum, að almenningur væri t.d. hvattur til að drekka klór til að drepa kóvíd. Margar aðrar upplýsingar fóru þó í leiðinni í vaskinn, upplýsingar sem síðar hefur komið í ljós að áttu fullan rétt á sér. En tónninn var sleginn. Valdið er núna yfirfært yfir á upplysingar sem hafa ekkert með lýðheilsu að gera heldur boðskap sem snertir stríðsrekstur þar sem sannleikurinn er sannarlega hverfull. Þar er ekki aðeins við rússneskar nettröllamaskínur að sakast heldur keppast vestrænar leyniþjónustur við að miðla áróðri og misvísandi upplýsingum – það er þeirra hlutverk.
Nýlega lak talsvert af upplýsingum frá bandarískum leyniþjónustum og herjum og var viss ferskleiki fólgin í því að sjá raunverulegt mat viðkomandi aðila á stöðunni. En þær upplýsingar voru ekki ætlaðar almenningi. Almenningur var fóðraður á allt öðru efni sem hafði umhugsunarvert sannleiksgildi. Dæmi um slíkt er sagan af skemmtiskútunni Andrómedu sem átti að hafa verið notuð til að sprengja upp Nord Stream leiðslurnar. Sú saga er svo vandræðalega ófullkomin að jafnvel hlýðnustu meginstraumsfjölmiðlar miðla henni varla lengur án þess að engjast.
Ég bið fólk vinsamlegast um að hugsa vandlega um þessa stöðu (það er ef fólk fær yfirhöfuð tækifæri til að lesa þetta á þessum vettvangi Zuckerbergs).

Vonandi sjá allir hættuna sem blasir við.“

- Auglýsing -

Færluna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -