Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Kristinn um „ofsóknirnar“ á hendur Assange: „Hvað gera leiðtogarnir í Reykjavík?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Guðni forseti ávarpaði þingmenn Evrópuráðsins í liðinni viku í Strassborg en eins og kunnugt er verður leiðtogafundur ráðsins í Reykjavík 16.-17. maí n.k. Forsetinn svaraði líka spurningum og spurði þýski þingmaðurinn Andrej Hunko forsetann hvað leiðtogafundurinn myndi gera í málefnum Julian Assange sem hefur núna verið í rúm fjögur ár í fangelsi í Bretlandi að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna þar sem hans bíður lífstíðarfangelsi fyrir að sinna blaðamennsku.“ Svona byrjar færsla Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks á Facebook. Þar veltir hann fyrir sér hvort leiðtogarnir sem mæta á leiðtogafundinn í næstu viku, muni beita sér í máli Julian Assange, sem nú bíður í bresku fangelsi eftir framsali til Bandaríkjanna fyrir að birta leynilegar upplýsingar og myndskeið frá bandaríska hernum.

„Forseti Íslands minnti á það í svari sínu að Ísland væri öflugur málsvari frjálsrar fjölmiðlunnar og frelsi blaðamanna og myndi vera það áfram. Varðandi einstakar aðgerðir vísaði hann á íslenska utanríkisráðherrann sem var í salnum. Guðni minntist á fund sem við áttum á liðnu hausti sem var vonandi upplýsandi fyrir forsetann,“ hélt Kristinn áfram.

Því næst spurði Kristinn: „Eftir stendur spurningin, hvað ætla pólitískir leiðtogar Evrópu að segja á fundinum eftir rúman hálfan mánuð um málefni Julians?“

Ritstjórinn hvíthærði sagði einnig í færslunni að ofsóknirnar gegn Assange snúist um mun stærri hagsmuni en eins manns.

„Ég minni á enn og aftur að ofsóknirnar gegn honum, þó að þær séu skýlaust mannréttindabrot, snúa að miklu stærri hagsmunum en varða einn einstakling. Í þeim felst yfirgengileg tilraun heimsveldisins til að gera blaðamennsku að glæp með því að beita í fyrsta sinn yfir 100 ára gamalli njósnalöggjöf. Öll mannréttindasamtök sem ná máli hafa snúist til varnar fyrir Julian. Samkvæmt lista Evrópusamabands blaðamanna er hann eini blaðamaðurinn sem situr í fangelsi fyrir störf sín í Bretlandi. Tvær stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa úrskurðað að alvarlega hafi verið á honum brotið. Þingmenn Evrópuráðsins hafa ályktað að það eigi að stöðva framsal Julians og losa hann úr prísundinn.
Hvað gera leiðtogarnir í Reykjavík? Það má gjarnan spyrja utanríkisráðherra og forsætisráðherra að því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -