Miðvikudagur 29. nóvember, 2023
2.1 C
Reykjavik

Landsréttur snéri við sýknudóminum yfir Jóni Baldvini – Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag snéri Landsréttur við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrum ráðherra og sendiherra. Dæmdi rétturinn hann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Verjandi Jóns Baldvins, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, segir að áfrýjunarleyfi verði sótt til Hæstaréttar.

Visir.is greindi fyrst frá dómnum.

Jón Baldvin var ákærður fyrir að hafa strokið rass Carmenar Jóhannsdóttur utanklæða á heimili hans á Granada á Spáni árið 2018 en hann hefur ávalt haldið fram sakleysi sínu. Hefur hann ennfremur haldið því fram að brotið hafi verið sviðsett.

Héraðsdómur taldi brotið hafa verið framið utan íslenskrar lögsögu og vísaði því málinu frá. Þeim úrskurði sneri Landsréttur við þar sem meira en fjórar vikur höfðu liðið frá lokum munnlegs málflutnins um frávísunarkröfuna, þar til úrskurður lá fyrir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -