Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Lenti í sjávarháska ásamt föður sínum og bróður: „Hann var orðinn marinn og blár og allur blóðugur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gestur Sjóarans að þessu sinni er Guðmundur Guðmundsson sjómaður sem fæddur er og uppalinn í Ólafsvík en árið 1990 flutti hann til Hafnarfjarðar.

Í viðtalinu rifjar Guðmundur upp sjóslys sem hann lenti í með föður sínum og bróður. „Þar lentum við í sjóslysi. Við fórum út á sjó 18. nóvember 1983 og það var haldið bara beint suður á miðin, við Öndverðanes. Það var helvítis vestanátt og éljagangur. Og við erum að sigla í land. Ég var þá kokkur, bróðir minn var stýrimaður, pabbi skipsstjóri og svo vinur minn. Og þegar við erum á leið í land þá keyrum við að sker við Hellissand. Og það er alveg magnað að við höfum bara sloppið. Það var svoleiðis að ég var að vaska upp en á þessum litlu pungum þá var maður bara í galla niðri í messanum og fram í og ég var að vaska upp. bróðir minn og Ómar að spila. Svo kemur bara höggið og vaskurinn hvarf. Og ég skil ekki enn þann daginn í dag hvernig ég slapp því ég náði að skutla mér upp stigann og komst upp á dekk og báturinn var náttúrlega mölbrotinn að framan. Og þegar ég er kominn upp á dekkið reyni ég að fara úr gallanum en það tók, að mér fannst langan tíma. Ég sá að brúin var komin í kaf og ég hljóp að lunninginni en það var alveg ótrúlegt að maður hafi ekki dottið í sjóinn þá. Ég reyndi að kíkja til pabba en sá hann hvergi. Ég hljóp til baka og var þá kominn aftur fram eftir. Þá kemur bróðir minn upp og Ómar. En þetta var svo skrítið því maður vissi ekki hvernig maður ætti að komast upp á skerið, það var mikill öldugangur þarna og mikið sog. Ég fór að telja þegar báturinn small á skerið, með mastrið. Svo taldi ég og tók svo bara sjensinn og hljóp á mastrinu og komst upp á skerið. Þetta var alveg með ólíkindum og ég blotnaði ekki. Svo dettur bróðir minn í sjóinn. Hann dettur réttu meginn sem betur fer þvi ef hann hefði farið í sjóinn bakborðsmeginn, maður veit ekkert hvað hefði gerst þá, þá hefði hann verið fjær skerinu. Nema hvað, hann er hraustur og klifrar upp skerið, bara á þaranum. Og kemst upp. Þá dettur félagi minn í sjóinn en bróðir minn nær í hárið á honum og dró hann bara upp. Og þá var bara einn eftir og það var pabbi. Loksins þegar hann kemst út úr stýrishúsinu þá er hann orðinn örmagna og dettur beint í sjóinn. Og netið í skipinu flækist í mastrinu og pabbi flækist í netinu. Og það var alveg ótrúlegt að horfa upp á þetta. Hann skall svona að ég held 10 sinnum í klettinn. Hann var orðinn marinn og blár og allur blóðugur þegar slitnar allt í einu frá nótinni og hann fer með soginu undir hann og fer hinum megin við skipið. Og við héldum bara að hann væri farinn. En þá allt í einu kemur hann þar sem stefnið er og bróðir minn sér hann, nær taki á honum og dregur hann upp. Sirka 10 mínútum síðar þá kemur björgunarbáturinn fljúgandi upp skerið. Og ég held að það hafi bjargað okkur því þegar björgunarsveitarmennirnir komu og skutu til okkar línu, gátum við blásið upp bátinn og þeir drógu okkur einn og einn yfir. Þetta var algjört kraftaverk, að enginn hafi farist því þarna var kolniðamyrkur og hríðaveður.“

Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér að neðan:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -