2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Lögreglan veitti annarlegri konu eftirför – Stöðvuð við Vonarstræti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan fjögur í dag um að kona í annarlegu ástandi hefði stolið bifreið við Sundahöfn.

Brugðist var fljótt við og henni veitt eftirför uns náðist að stöðva för konunnar í Lækjargötu, nærri Vonarstræti. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð, en mildi þykir að ekki hlaust slys af enda virti konan fáar ef nokkrar umferðarreglur á leið sinni. Hún ók meðal annars gegn rauðu ljósi og litlu mátti muna að bíll hennar lenti í árekstri við önnur ökutæki á meðan á þessum glórulausa akstri stóð segir í tilkynningu frá lögreglunni

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum